Húnavaka - 01.05.1991, Page 69
HUNAVAKA
67
Sigmundur bóndi á Stórhóli sdkaöi í átt til ijárhússins einu sinni
enn. Hann var viss um að þetta var í þrettánda sinn er hann leit
eftir Móliosu lidu þessa nótt. Klukkan var aö vísu að byrja áttunda
tímann en Sigmundi fannst enn vera nótt. Það var oft eríitt að
vera fjárbóndi á sauðburði. Já, það mátti nú segja.
Sigmundur leit til lofts. Það var milt vorveður, lofdð tært og fugl-
arnir sungu. Hvað var hægt að hugsa sér dásamlegra? Hann lang-
aði mest til að seljast niður og yrkja fagurt ljóð. En ekki dugði það.
Móhosa beið hans ásamt öllum hinum ánum og ef til vill þurftu
þær á aðstoð hans að halda.
Móhosa var á inargan hátt merkileg kind. Hún var að vísu bara
gemlingur en í miklu uppáhaldi hjá húsbónda sínum. Eins og
nafnið bendir dl var hún móhosótt, stólpagimbur. enda heimaln-
ingur og ekkert dl sparað við uppeldið. Og nú var sú stund runn-
in upp er hún átti að bera í fyrsta sinn. Sigmundur hafði miklar á-
hyggjur. Hann mundi upp á hár hvenær hann liafði haldið Mó-
hosu. Það var á sjálfan gamlársdaginn.
Sigmundur hafði alltaf haldið þeim sið að leiða hverja kind und-
ir hrút, en sleppti þeim aldrei saman. Það voru ekki frjálsar ásdr á
Stórhóli. Sigmundi var sama þó nágrannar hans teldu hann sér-
vitring. Hann vildi vita uppá dag hvenær hver ær átti að bera.
Sigmundur var kominn að íjárhúsunum. Hann opnaði lambhús-
ið og leit inn. Gemlingarnir lágu rólegir og jórtruðu, nema Mó-
hosa. Hún lá innst í krónni, spyrnti frá sér fótum, stundi og leit
mæðulega á herra sinn og húsbónda. Sigmundur varð að beygja
sig dl að komast inn í króna. Það var komið dálídð tað í húsin, en
Sigmundur hugsaði ekki um það. Hjartað barðist í brjósti hans.
Það var eitthvað að gimbrinni.
Sigmundur ílýtti sér til Móhosu og strauk henni blíðlega um
vangann.
-Veslings, litla kerlingin. Líður þér illa?
Móhosa svaraði með stunu. Sigmundur skoðaði gimbrina var-
lega. Það leyndi sér ekki að hún var með lambsótt. Hún var vot að
aftan, spyrnti við fótum en ekkert gerðist. Enginn belgur - ekkert.
Sigmundur vissi varla hvað til bragðs skyldi taka. Hann, þessi
klunni, með sínar stóru hendur gæti aldrei vitjað um hjá Móhosu.
Hann mundi meiða hana og ef til vill biði hún þess aldrei bætur.
Nei, - það kom ekki til greina að reyna slíkt.