Húnavaka - 01.05.1991, Page 73
JAKOB BJARNASON, Sí'óu:
Vatnsmyllur í
Engihlíðarhreppi
í þeim hluta Langadals, sem er innan Engihlíðarhrepps, voru á
ílestum bæjum lækir svo að góð aðstaða var til þess að hafa vatns-
myllur. A Refsborgarsveitinni (Refasveit) var aftur á móti hvergi
um það að gera að hafa vatnsmyllur. A þeim fáu stöðum þar sem
lækir eru, voru þeir svo vatnslitlir að það nægði engan veginn til
þeirra nota. A Laxárdal veit ég ekki til að vatnsmylla væri nema á
einum bæ, Illugastöðum, þó voru góð skilyrði hvað vatnsaíli við-
kom á fleiri bæjum og má því vel vera að myllur hafi verið á fleiri
bæjum, þótt ég hafí ekki um það heyrt. Hér á eftir verða taldir þeir
bæir þar sem vissa er um að vatnsmyllur voru.
1. Hvammur. Sérstakt mylluhús byggt úr torfi var á grund þar
sunnan við túnið. Lækur rann þar ekki að jafnaði en þannig hag-
ar til, að úr Hvammsskarði, sem er nokkru sunnar, kemur lækur
(Hvammsáin) og fellur þaðan beint til Blöndu. Uppi við gilkjaft-
inn, þar sem Hvammsáin fellur úr skarðinu, var þegar á þurfti að
halda, tekið vatn í lækjarfarveg sem gerður var út og niður með
hlíðinni og veitt í stokk við mylluna, þegar hún var höfð í gangi.
Einnig var þetta notað til áveitu á flæðiengi að vorinu.
Hvenær myllan var sett fyrst upp er ekki vitað. Það mun senni-
lega ekki hafa verið fyrr en í búskapartíð Frímanns Björnssonar,
sem var bóndi í Hvammi 1877-1933. Hann var framtakssamur
dugnaðarbóndi og smiður og byggði þetta mylluhús. Þessi mylla
mun hafa verið starfrækt nokkuð fram yfir aldamótin 1900. Senni-
lega var hún alveg lögð niður á árunum 1912-1915. Þá var ómalað-
ur rúgur alveg hættur að flytjast í verslanir, aðeins flutt rúgmjöl.
2. Holtastaðir. Sérstakt mylluhús var þar byggt úr torfi. Það stóð
við læk sem kom þar niður hlíðina ofan af Lágahjalla. Lækur þessi
rann niður hjá fjósinu sem var rétt sunnan og ofan við bæinn og í