Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 78
76
HÚNAVAKA
Bjarni Pálsson prófasLur í Stcinnesi tckinn aö ílytja stólræðuna.
Eldurinn kviknaöi út frá ofnröri, í hefilspónum milli þilja, scm var
einangrun kirkjunnar. Varö ckki viö neitt ráöiö í veðurofsanum.
Kirkjan hreinlega fuðraði upp á skammri stundu og gátu kirkju-
gestir ekkcrt aöhíifst til bjargar. Veöriö datt svo niöur, nær því
jafnskjótt og það hafði komiö.
Mjög glöggar heimildir cru til um byggingu þeirrar kirkju sem
nú stendur á Undirfelli. Gjörðabók sóknarnefndar og safnaöarins
er nákvæmlcga færö um allan aðdraganda og byggingu hinnar
nýju kirkju og reikningabók safnaöarins frá þessum árum kom í
lcitirnar í sumar. Er í bókinni mjög nákvæmlega sundurliðaöur
byggingarreikningur kirkjunnar mcö öllum fylgiskjölum. Þekur
rcikningurinn níu síður í bókinni, scm er í stóru broti. Lýsir inn-
færslan ákaílega vel þcirri nákvæmni, sem á þeim tíma var höfö
um skilagreinir opinbcrra mála. Ber þcssi innfærsla yfirskriftina
„Reikningur yfir byggingu Undirfellskirkju árin 1915 - 1917“.
Segir í þessu, á óyggjandi hátt, hvenær kirkjan var byggö, cn frá
því skal þó sagt nokkru nánar.
Niðurstöðutölur byggingarreiknings eru tekju- og gjaldamegin
krónur 7.018,70 en þar frá dragast kr. 75,14, sem er tilgrcind pcn-
ingainneign kirkjunnar við byggingarlok. Þannig aö kirkjan hcfir
ekki kostaö ncma 6.945,50 krónur.
Byggingarreikningurinn er undirritaöur af Jónasi bónda á
Maröarnúpi 31. maí 1918. Jónas, sem um þaö leyti tók sér nafnið
Bcrgmann, var gjaldkeri sóknarnefndarinnar mcðan á kirkjubygg-
ingunni stóö og er innfærslan í reikningabókina meö lians hendi.
Byggingarcfni kirkjunnar kostaöi kr. 3.651,32 en vinnulaun námu
kr. 3.251,51. Tilgreint er um hverja smáupphæö, hverjum sé borg-
að og fyrir hvað. Eins cr um efnisafganga, hverjir þeir voru og fyr-
ir hvað þeir seldust. Námu efnisafgangarnir kr. 1.050,20.
Verðmælirinn á byggingartímanum var allur annar þá svo aö nú-
tímafólk á sjálfsagt erfitt meö aö bera hann saman viö þaö sem cr
í dag.
Efni til kirkjubyggingarinnar var að mestu leyti keypt á Blöndu-
ósi. Mest af Kaupfélagi Húnvetninga, en nokkuð af
Höepnersverslun, Pétri Péturssyni og Magnúsi Stefánssyni. Þak-
járn var keypt af Jónatani Þorsteinssyni í Reykjavík, vegna þess aö
þaö fékkst ekki á Blönduósi. Var því skipað upp á Hvammstanga,