Húnavaka - 01.05.1991, Síða 80
78
HUNAVAKA
þar sem ekki mun hafa veriö skipsferð til Blönduóss. Gluggar í
kirkjuna, úr járni, voru keyplir af Einari Erlendssyni, bygginga-
meistara í Reykjavík, en málningarvörur frá O. Ellingsen og Jes
Ziemsen í Reykjavik.
Flutningur á öllu efni í kirkjuna var boðinn út, miðað við magn
í hestburðum, komið á byggingarstað og sömuleiðis á möl og
sandi í tunnum. Sá sem samið var við um flutningana var Valdimar
K. Bcnónýsson, síðar bóndi á Ægissíðu á Vatnsncsi og kunnur hag-
yrðingur. Hann var þá til heimilis að Asi í Vatnsdal. Skilyrði var í
flutningasamningunum að byggðir yrðu geymsluskúrar fyrir stein-
lím (sement), bæði á Stóru-Giljá og Undirfelli, en byggingarefnið
skyldi komið ávinnustaö f)TÍr vordaga árið 1915.Jón bóndi á Más-
stöðum tók að sér að koma upp skúrnum á Stóru-Giljá en Jónas
bóndi á Marðarnúpi smíðaði skúrinn á Undirfelli. Báðir voru
þessir bændur í sóknarncfnd kirkjunnar.
Steinsmiður við kirkjuna var ráðinn Páll Friðriksson. Haíði hann
fjórar krónur í kaup á dag en aðstoðarmaður hans Guðmundur
Sigvaldason fékk tvær krónur og tólf aura, báðir fyrir 10 klst. vinnu
á dag, en nokkru hærri greiðsla kom fyrir yfirvinnu.
Kirkjusmiðir voru ráðnir feðgarnir Einar J. Pálsson og Páll Ein-
arsson. Höfðu þeir fjórar krónur á dag eða 40 aura á klst. fyTÍr 10
tíma vinnu en væri um yfirvinnu að ræða var hún greidd með 60
aurum á klukkustund.
Feðgarnir höfðu frítt fæði, húsnæði og þjónustu og mun svo
hafa verið með alla þessa föstu starfsmenn. Var öll sú aðstaða
keypt af þeim Undirfellshjónum, Astu M. Bjarnadóttur og Jóni
Hannessyni.
Þær 3.251,51 krónur, sem greiddar voru í vinnulaun og fæði við
kirkjuna voru borgaðarl3 aðilum. Hæstu upphæðirnar voru
greiddar framangreindum verktökum og síðan Lárusi Olafssyni,
trésmið á Blönduósi, sem auðsjáanlega hefur unnið við innrétt-
ingu kirkjunnar með þeim feðgum því fæðisreikningur hans nem-
ur 124 dögum. Valdimar K Benónýssyni voru grciddar kr. 613,05
fyrir ílutningana en stærsta upphæðin til eins manns var greidd
Jóni á Undirfelli vegna fæðissölu og ýmissa annarra hluta kr.
943,31. Til dæmis vorujóni og öðrum sem fóru til Blönduóss með
hest og kerru greiddar tíu krónur fyrir ferðina.
Teikning af Undirfellskirkju var gerð af Einari Erlendssyni bygg-