Húnavaka - 01.05.1991, Page 85
HUNAVAKA
83
1. Hóllinn vestan viö Undirfellsbæinn.
2. Holtið fyrir utan svonefndan Hring.
3. Raninn norðaustur af gamla kirkjustæðinu.
Staðarval var þannig mjög á reiki, þótt ekki ylli það deilum sem
kjallaramálið. Samt sem áður er samþykkt safnaðarfundarins 11.
maí 1915 merkileg að þvf leyti að hún sýnir ljóslega þann eigin-
leika Vatnsdælinga á þessum árum og síðar, að þótt þeir deili hart
um hin ýmsu mál, leggja þeir vopnin til hliðar og standa gjarnan
saman er endanleg ákvörðun er tekin.
Rétt þykir að hverfa nokkuð til baka um þctta mál. Þegar kirkjan
var brunnin var það fyrsta verk sóknarnefndarformannsins, sem
þá var Þorstcinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum að tilkynna biskupi
Islands, sem þá var Þórhallur Bjarnarson, hvað orðið haíði. Brá
Þorsteinn við daginn eftir brunann og reið lil Blönduóss við ann-
an mann til þess að hafa samband við biskup símleiðis. Var það
kannske ckki síst til þess að fela biskupi að tilkynna vátryggingafé-
lagi því, sem kirkjan var tryggð hjá, um atburðinn og kreíja um
bætur. Tryggingafélagið var Nye Danske Brandforsikrings Selskap
og var umboðsmaður Sighvatur Bjarnason, bankastjóri. Taldi
sóknarnefnd að kirkjan væri tryggð hjá félaginu fyrir 4.000 krón-
ur frá 15. desember 1913 til 14. maí 1914 og hefði tryggingargjald-
ið, tólf krónur, verið sent með nóvemberpósti til umboðsmanns.
Er biskup fór að reka erindi sóknarnefndarinnar kom í ljós að
umboðsmaðurinn taldi tvimæli á um trygginguna. Er helst hægt
að ímynda sér að tryggingagjaldið hafi ekki komist í hendur um-
boðsmanns á réttum tíma. Að tilmælum sóknarnefndar leitaði
biskup álits lögfræðings um málið, en biskup virðist strax hafa tek-
ið þá afstöðu að rétt væri að semja um bæturnar. Hélt sóknar-
nefndin þó fast við kröfu sína og lagði til að yfirdómslögmanni
Sveini Björnssyni yrði falin sókn í því. Biskup breytti ekki skoðun
sinni og urðu lyktir þannig í málinu eftir mikil fundarhöld sóknar-
nefndarinnar, að hún boðaði til almenns safnaðarfundar 17. mars
1914 til þess að taka ákvörðun um hvað gera skyldi. Sá fundur sam-
þykkti að gefa biskupi fullt umboð til þess aö semja um málið.
Náði biskup samningum um að tryggingarfélagið greiddi 3.000
krónur eða 3/4 hluta bótafjárins og má telja það góð endalok, ef
á annað borð var ekki hægt að vinna málið til fulls fyrir dómi. Var