Húnavaka - 01.05.1991, Page 86
84
HUNAVAKA
bótaféö lagt inn í hinn almenna kirkjusjóö í nafni Undirfells-
kirkju.
Er hér var komið fóru aö skýrast línur um fjármögnun kirkju-
byggingarinnar. Fyrir í sjóði sínum átti kirkjan að vísu ekki nema
152,80 krónur og eftirstöðvar á reikningi kirkjunnar í árslok 1915
voru 142,56 krónur og svo var það bótaféð 3.000 krónur. Kirkju-
sjóðurinn lánaði og krónur 1.500 er komu til útborgunar 15. sept-
ember 1915. Er kirkjan þá að rísa. Leið svo tíminn þar til bygging-
in var fullgerð. Þann 2. janúar árið 1918 fékk kirkjan 1.100 krón-
ur úr Almenna kirkjusjóðnum gegn vcði í tækjum kirkjunnar
meðan það væri ekki að fullu greitt. Auk þess var krafist sjálfskuld-
arábyrgðar 25 bænda í sókninni er ábyrgðust „einn fyrir alla og all-
ir fyrir einn“ greiðslu lánsins er var til 40 ára með jöfnum afborg-
unum og vöxtum. Félli einhver ábyrgðarmanna frá eða ílytti burtu
ábyrgðust þeir, scm eftir voru að útvega annan mann í staðinn.
Eru nöfn ábyrgöarmannanna færð inn í gjörðabók kirkjunnar og
eru það bændur á svo til öllum bæjum í sókninni, hið merkileg-
asta plagg. Ábyrgðarskjalið er undirritað að Undirfelli 11. nóvem-
bcr 1917 og ber óneitanlega samhcldni og samábyrgð bændanna
lofsvert vitni í þágu kirkju sinnar.
Til er mjög nákvæm lýsing af hinni nýju kirkju, gerð að Undir-
felli 2. desember 1917 og undirrituð af prófastinum sr. Bjarna
Pálssyni, Jónasi Bergmann, Þorsteini Konráðssyni, Einari J. Páls-
syni og Jóni Hannessyni. I niðurlagi lýsingarinnar segir:
„Hún er steypt af steinsmið PáU Friðrikssyni, en trésmíði, að mestu og
málning að öllu eftir þá feðga, trésmíðameislara Einar J. Pálsson og Pál
Einarsson. “
Furðulegt er að hvergi sést í bókum Undirfellskirkju hvenær
hún er vígð. Hinsvegar sést að guðsþjónustur hafa verið haldnar í
bænum á Undirfelli og a.m.k. einu sinni, 13. júní 1915 í Þórorms-
tungu, meðan kirkjulaust er í sókninni.
Ekki minnist ég þess að ég heyrði foreldra mína tala um guðs-
þjónustuhald á heimili þeirra, eða þá annað í sambandi við kirkju-
bygginguna, en mótað er í barnsminni mitt að kirkjusmiðurinn
yngri náði í Guðrúnu dóttur Jóns á Undirfelli og voru þau hið
glæsilegasta par. Þau fluttu íljótlega til Vesturheims.
I bókinni „Ágúst á Hofi lætur flest flakka“, sem út kom árið 1971
gefur höfundur í skyn að Undirfellskirkja hafi verið vígð haustið