Húnavaka - 01.05.1991, Page 90
SVERRIR HARALDSSON, Æsustöðum:
Séð gegnum flöskubotn
Sunnudaginn 28. júlí árið 1957 komu nokkrir mcnn úr Bólstaö-
arhlíðar- og Svínavatnshrcppi saman í gamla þinghúsinu í Bólstaö-
arhlíö. Þegar búið var aö sey'a fundinn kom í ljós að eitt mál var á
dagskrá en þaö var aö stofna hestamannafélag meö aðild þessara
tveggja hreppa. Tillagan um stofnun félagsins var samþykkt og
hlaut það nafniö Oðinn.
Stungiö var upp á aö félagið stæöi fyrir skemmtiferð á hestum
sumarið eftir og skyldi feröinni heitiö út Laxárdal í gcgnum Litla-
Vatnsskarð, norður Víöidal, um Gyltuskarð, yfir Staðaröxl og síðan
fram Skagaíjörö. Ferðasagan er skrifuö eftir minni meö hæfilegu
frásagnarívafi. Hún var ílutt að hluta til á 30 ára afmæli Hesta-
mannafélagsins Oðins, föstudaginn 27. nóvember 1987, sem bald-
ið var í Húnaveri.
Það mun hafa verið upp úr miðjum ágúst 1958, klukkan 10 á
sunnudagsmorgni, að nokkrir menn úr Hestamannafélaginu
Oðni, bæði úr Bólstaðarhlíöar- og Svínavatnshreppi, voru mættir á
hlaðinu í Gautsdal. Hyggilegra þótti að taka daginn snemma því
að margt getur tafið þá sem um óbyggðir fara á hestum. Veður var
hið ákjósanlegasta, glaða sólskin og logn. Það tók ótrúlega langan
tíma að komast af stað. Oft vill verða svo mcð þessa hestamenn að
einföld þraut, sem tcmplarar myndu leysa á tveimur mínútum,
getur vafist fyrir í allt að tvo klukkutíma. Ein stúlka var með í ferð-
inni og var hún afburða dugleg í þessu ferðalagi.
Við vorum nú loksins öll lögð af stað frá Gautsdal. Kosinn var
fararstjóri við brottför en ekki hélt hann lengi þeirri tign. Fljótlega
fór að bera á því að fleiri færu að blanda sér í yfirráðin.
Fyrsti áfangi var út Laxárdal. Ekki var langt komið sögu er fyrsti
reiðmaðurinn fór um hrygg. Ilægt er víða á Laxárdal, ckki síst fyr-
ir ókunnuga, hvað þá ef knapinn hefir smakkað það. Þá er lítið