Húnavaka - 01.05.1991, Page 95
HÚNAVAKA
93
Ekki virtist hliðið vcra neitt árcnnilcgt til opnunar eins og á stóð.
Það tók töluverðan tíma að komast til ráðs við hliöspýtuna. Ekki
skipti það svo miklu máli, bara að vcrkið væri vel unnið. Þegar
hliðgrindaropnarinn, sá stindælski, sá loksins hvorum megin
hliðið var opnað, Ijóðaði hann á Bólhlíöinga.
Armæðunni ekki linnir,
allt fyrir mér snýst í hring,
einna mest á eitt ég minni,
augafullan Bólhlíðing.
Bólhlíðingar gripu örina á lofti og sendu strax til baka.
Ekki verður öllu að tapa,
þó allt fyrir þér snúist í hring,
en að almáttugur skyldi skapa
svona skemmtilcgan Svínvetning.
Héðan af Staðaröxl er víðsýnt mjög. Staðarrétt blasir \áð niður á
láglendinu. Þar voru margir menn með hesta saman komnir. Það
voru félagar úr hcstamannafélaginu Stíganda í Skagafirði til þess
að taka á móti Oðinsfélögunum að vcstan. Við kenndum þar einn
mann þótt íjarlægðin væri nokkur. Það var Sigurjón bóndi á
Syðra-Skörðugili, kallaður Dúddi. Hann er ætíð réttur maður á
réttum stað og einhver allra samkvæmisglaðasti búandkarl norðan
íjalla. Má nærri því hafa það fyrir satt að ekki væri cins bjart ljós
yfir Skagafirði ef Dúddi befði aldrei komist á legg.
Nú var Móbergsselstjarnarvatnsskvcttuskciðgæöingsknapabónd-
inn bólhlíðski farinn að þorna á pörtum. Hann líktist mest flekk-
óttri geit en var hinn montnasti og söng manna hæst.
Mikill var sá fögnuður er \ið stigum á eyrina við Staðarrétt og
alls óvíst hvort sá fögnuður hefði orðið meiri þó að sjálfir feðgarn-
ir, Jesús frá Nasaret og pabbi hans, hcfðu stungið sér þarna út úr
fjöllunum, sem hefði getað skcð ef marka má frásagnir kraftaverk-
anna sem í Biblíunni standa. Það má líka setja hér, að mikið dýrö-
legra lífi hefði Jesús frá Nasaret lifað, hcfði hann átt því láni að
fagna að alast upp í Húnaþingi. Því tæpast hcfðu húnvetnskir
bændur og bændakonur farið að krossfesta sjálfan Guðsson, þótt