Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 97
H UNAVAKA
95
bændum í staupinu. Eins og gcfur aö skilja varö æðilangur stans
viö Staðarrétt, þegar húnvetnsku og skagfirsku geöi var blandað
saman. Skagfiröingar eru ágætlcga gestrisnir og ekki síst viö skál.
Loks stigu allir á bak að lokinni réttargleðinni og liéldu áleiðis til
Varmahlíðar. Riðu nú Stígandamenn á undan. I gömlum hús-
gangi segir: Mestir eru á merunum, montnir Skagfirðingar.
I Varmahlíð buðu Slígandafélagar Oðinsmönnum til kaffi-
drykkju. Ekki verður sú veisluglcöi líunduð hér, enda yrðu þá
snertir viðkvæmir strengir. Hitt má vel minnast á aö ávallt er nota-
legt að koma að Varmahlíð. Þar rj'kur hcit gufa úr hólnum og
ýkjulaust er að útsýni er jjaöan ótakmarkað, að minnsta kosti ef
litið er upp í loftið.
Að lokum var þakkað fyrir höföinglegar móltökur og veitingar
og gengið lil reiöskjóta. Félagar úr Hestamannfélaginu Oðni
stigu á bak og bjuggust til brottferðar vestur á þessu einstaklega
fagra ágústkvöldi, sem var eins og þau gerast fegurst á landi hér.
Hér er settur punktur \ið, af þcirri einföldu ástæðu að það þarf
enginn að hafa áhyggjur af Húnvetningum á hcimlcið.
0-0-0
ÁRIÐ 1634
Sluldir miklir fyrir norðan land. Hcngdur Jón Ormsson undir Svarthamri í
Langadal, fyrir stuld, dæmdur í Bólslaðarhlíð. I’essi Jón lók það bragð, þá
menn komu til hans að leita þess, sem slolið var, og vildu laka hann, því þcir
höíðu fundið fólann, að hann greip hníf og skar á skinnið á hálsinum, inn á
barkann, og kastaði sér svo niður upp i loft, og lét korra svo niður í hálsinum,
en blóð rann um hann allan úr ávcrkanum, hann var eigi lítill. I>á ofbauð öll-
um og gengu frá, nema einn, hann sá þetta bragð, og herti hina upp, og var þá
Jón tekinn og deyddur sem fyrr segir. hessi Jón var og í Vestmannaeyjum, þá
Tyrkir rændu þar. Hann fann það upp á, að hann lagði sig niður hjá dauðum
mönnum, og þvoði sig og velti í þeirra blóði, og lést dauður. SLungu ræningjar
við honum með spjótum, og merkiu ekki annað en dauður væri. Og þcgarjón
hafði svo lengi legið, reis hann við og meinli óvinina allfjarlæga, en þcgar upp-
slóð, sáu þeir Jón. Tók hann þá á rás, en þeir eftir, svo komst hann ofan í björg
og slapp. En illa enti um síðir, scm áður er skrifað, en þó dó hann skaplega og
vel, það á var að sjá.
Skarðsárannáll.
ÁRID 1638
Brann bærinn á Tindum í Svínavatnshreppi af voðaeldi.
Skarðsárannáll.