Húnavaka - 01.05.1991, Page 99
HÚNAVAKA
97
áttu að kasta einu niður áður en látið væri út. Þeir hentu þá að
sjálfsögðu lélegasta spilinu sem þeir höfðu á hendinni.
Þegar farið var að spila varð að fylgja iit og voru ásarnir hæstir,
en ef einhver var renus (litþrota) mátti hann trompa. Annars réð
röð spila og voru því ásarnir oft býsna góð spil, ef allir fylgdu lit
(bekenndu) fékkst oft slagur á þá. I fyrsta spili voru aðeins þrjú
brot í borði eða eitt fyrir slaginn. Þeir sem ekki fengu slag urðu að
borga bitina (þrjá), ef allir voru með voru a.m.k. þrír sem urðu
bit, þ.e. fengu engan slag. Þeir urðu að borga í pottinn þrjú brot.
Þá voru komin 9 brot í borð eða þrjú fyrir slaginn í næsta spili.
Ef við gerum ráð fyrir að allir séu með í næsta spili og aftur verði
þrjú bit og verði að borga bitina (9), þá eru komin 27 brot í borð
eða níu fyrir slaginn í þriðja spilinu.
Að sjálfsögðu voru spilamenn ragari að vera með ef mikið var í
borði. Oft var mikill spenningur, hvort taka ætti köttinn eða ekki,
fór það oft eftir fjárhagnum og eins hvað mikið var í borði og jafn-
vel eftir því hvað margir voru með. Ekki mátti heldur gá í stokkinn
(sem eftir var) til að sjá hvaða spil lægju þar. I lok hvers spils var
pottinum skipt upp til þeirra spilamanna er fengu slagina.
Kötturinn kostaði ekki neitt, en sá sem tók hann var skyldugur
að vera með og þá var stundum sagt að kisa klóraði, þegar spilin
voru svo slæm að enginn slagur fékkst á þau. Þá þótti líka illt að
verða „bit á köttinn". Var það haft að orðtaki og einnig með neit-
un „að verða ekki bit á köttinn“. Mest var spennan þegar há upp-
hæð var í borði, margir voru með og maður átti kost á því að taka
köttinn og langaði til að vera með í von um gróða.
Þetta spil var oft spilað heima um jólin, ásamt púkki, lander og
fleiri „peningaspilum", stundum langt fram á nótt.
0-0-0
ÁRID 1566
Felliveiur mikill og snjóa. Kom góður bad á páskadaginn og var hálfa aðra
viku. Síðan kom hafís með miklum kuldum. Féll margt af fátækum mönnum.
Lágu hafísar fyrir norðan til miðsumars. Kom svo mikill snjór síðast í júlímán-
uði að tók í kvið hesti. Haust gott og fiskiár. Kom stórfjúk viku fyrir vetur.
Drapst margt fé, svo og naut. Kom mikið fjúk jóladaginn, svo úti urðu menn
víða, og svo oftast á hinum tunglunum. Kom góður bad í imbruviku á föstu.
Skarðsárannáll.