Húnavaka - 01.05.1991, Síða 105
JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Austurhlíð:
Trú og veruleiki
Trú er eitt, veruleiki annað. Samt eru þessi tvö hugtök óaðskiljan-
leg að því leyti að í köldum raunveruleikanum þurfum við nauðsyn-
lega að hafa eitthvað til þess að trúa á. Trúin er nokkurs konar
haldreipi fyrir okkur svo að okkur finnst líf og störf ekki tilgangslaus
og einskis virði. Líklega vilja flestir að þegar ævidögum lýkur sé
ekki allt búið, heldur að þá taki eitthvað annað við.
Ég veit lítið um trú en ég veit að við sem erum Lúterstrúar trúum
á guð og Jesú son hans sem var krossfestur fyrir syndir okkar mann-
anna. Biblían er trúarbók okkar og við erum skírð, fermd og gift
(sum). í skóla erum við leidd í allan sannleika um kristna trú, fram
að fermingaraldri en síðan er blessaðri trúnni lítið að okkur haldið.
í kristinfræðitímunum er okkur kennt um sköpun heimsins, hvernig
guð skapaði allt, og síðast Adam og Evu. Hliðstætt er okkur svo
skýrt frá drullupollakenningunni í líffræðitímunum, hvernig maður-
inn þróaðist úr drullupollinum, þar sem hans fyrsta athvarf var í
líki pínulítillar örðu, upp í það sem hann er nú.
Þeir sem svo eru Múhameðstrúar, kaþólskrar trúar, sértrúar eða
einhverrar annarrar trúar, trúa svo á það sem þeirra trú boðar, og
fara eftir siðum sinnar trúar eins og við gerum. Við forum í kirkju,
höfum páska, jól og hvítasunnu, fylgjum vinum og ættingjum til
grafar og þannig mætti lengi telja.
Ég held að ástæðan fyrir því að við reynum og viljum trúa á eitt-
hvað sé einmitt dauðinn. Þetta óumflýjanlega sem bíður okkar allra,
mismunandi langt í burtu og við öll erum svo hrædd við. Við neitum
að viðurkenna að þá sé öllu lokið, heldur höfum búið okkur til himna-
ríki og sæluvistina þar til þess að létta eða bægja frá okkur hugsuninni
um eilífan svefn í gröfinni án nokkurs framhalds. Þess í stað förum
við í sæluna á himnum og fáum uppskeru erfiðis okkar hér á jörðinni
í lifanda lífi. Ályktun mína dreg ég af því að þegar fólk fór að trúa