Húnavaka - 01.05.1991, Page 111
HÚNAVAKA
109
minna hruðl í 17 ár og töluverður ís árin 1887-88, 1892 og 1902.
En frá 1915 til og með 1942 hefir eiginlega aðeins verið töluverður
ís 1918 með mikilli frosthörku en lá þó ekki lengi. Meira og minna
hruðl var í sjö ár en þó ekki nema stundum landfast og 20 ár voru
íslaus. Er af þcssu yfirliti sýnilegt að síðustu 40 árin hafa engin ísalög
verið í neinni líkingu við næstu 40 ár þar á undan og síðustu 20
árin að heita má íslaus. Tíðarfar hefur á sama tímabili, og þó lengra
fram, verið ólíkt hagstæðara þó nokkur sumur hafi oft verið köld
og hryssingsleg, sérstaklega vorveðráttan. Vetrarveðrátta og snjóalög
hafa heldur ekki verið í neinni samlíkingu við það sem áður var.
Samgöngur
Eins og áður var á drepið voru samgöngur á landi mjög slæmar.
Bar margt til þess. A vetrum voru illviðri og fádæma snjóalög, á
vorin miklar leysingar og aurbleytur. Vegir voru hvergi nema hesta-
og fjártroðningar og brýr engar á stórám. Par sem best lét var farið
yfir þær á kláfum sem léku í streng milli landa fyrir menn og farangur
en hestarnir reknir á sund yfir. Þessir kláfar voru á Lagarfljóti, Jök-
ulsánum á Jökuldal og Fjöllum, Skjálfandafijóti, Héraðsvötnum í
Skagafirði og Blöndu og líklega á Hvítá í Borgarfirði. Munu þessir
kláfar sums staðar enn vera í notkun en aðeins einu sinni hefi ég
farið yfir vötn í þeim. Voru það Héraðsvötnin, árið 1904, því þá
voru engar brýr komnar á þau. Brúin á Jökulsá á Jökuldal mun
hafa verið með þeim fyrstu, byggð líklega milli 1875-1880, þar næst
Skjálfandafljótsbrúin 1883, Ölfusárbrúin 1891, Þjórsárbrúin 1895 og
Blöndubrúin 1896.
Á vegagerð var ekkert byrjað sem þýddi fyrr en upp úr aldamótum.
Á alfaraleiðum voru fjallvegir þó víða varðaðir og sæluhúsgreni á
lengstu fjallvegunum. Var það til mikilla bóta fyrir vegfarendur og
pósta þegar ekki náðist til bæja. Öll umferð var á hestum eða fótgang-
andi. Tóku því allar ferðir óratíma. Þegar reiðfært var tók ferðin
4-5 daga frá Skagaströnd til Reykjavíkur en 2-3 daga til Akureyrar
og þaðan til Austfjarða 6-7 daga. Oft var miklu seinfarnara, t.d.
á vetrum þegar illviðri gengu, snjóalög og ár töfðu. Landakort var
þá ekkert til. Björn Gunnlaugsson mældi og kortlagði ísland áárun-