Húnavaka - 01.05.1991, Page 113
H U N A V A KA
111
strandlengis, 2-3 á Vestfjörðum og Austfjörðum og 3-4 á Norður-
landi. Man ég eftir í þessum förum Diönu, Arcturus, Phönix, Valdc-
mar og síðast Lauru sem kom fyrsta sinn 1882 og var byggð sérstak-
lega til íslandsferða. Ekki man ég eftir að kæmu nema tvö af þessum
skipum í senn á ári og til skiptis í þeirri röð sem ofanskráð er.
Allar ferðir skipa þessara, minnsta kosti sem fóru strandlengis þó
fáar væru, voru styrktar úr landssjóði með 40-60 þús. kr. á ári. Af
þessum skipum lét Phönix beinin hér eftir tæplega tveggja ára ferðir,
31. janúar 1881. Var skipið þá á leið til Reykjavíkur frá útlöndum.
Haíði það farið frá Kaupmannahöfn 15. janúar, fengið ofviðri þegar
upp undir Reykjanes kom, andæft í Faxabugt en rakst loks á sker
fram af Skógarnesi. Allir sem um borð voru fórust nema einn sem
barst lifandi á land gegnum brimgarðinn en dó litlu síðar. Laura
mun líka hafa farist hér við land löngu seinna milli Kálfshamarsvíkur
og Skagastrandar. En þar komust allir af. Það var líka erfitt í þá
daga fyrir sjófarendur hér með ströndum fram í þeim veðraham sem
þá oft herjaði, með engin leiðartæki önnur en áttavitann og hand-
dýptarsökku. Engir vitar voru nema á Reykjanesi sem var fyrsti vit-
inn á landinu og kom þó ekki fyrr en 1878.
Verslun og viðskipti
Eins og áður er á minnst var Skagaströnd allt fram undir 1870
miðstöð allrar verslunar og viðskipta við Húnaflóa. Þangað sótti
megnið af öllum sýslubúum en einnig úr Strandasýslu og vestan-
verðri Skagafjarðarsýslu. Aðalkauptíðin var aðeins vor og haust. Var
þá oft mannmargt á Skagaströnd því flestir komu á sama tímabili
og stóð hver kauptíð venjulega 2-3 vikur. Það var því oft blindös
dag eftir dag og þá hafðir 2-4 aukamenn til afgreiðslu við verslanirn-
ar. Sérstakir menn voru við ullarmóttökuna sem var aðalsumarinn-
legg sveitamanna ásamt því litla sem kom frá sjávarbændum af fiski-
fangi, selskinnum, æðardún, fiðri o.s.frv. í sláturtíðinni komu kjöt
og gærur en fiestir slátruðu heima hjá sér og fiuttu kjötskrokka og
gærur á hestum.
í sumarkauptíðinni voru konurnar, heimasætur og vinnukonur,
oft með. Það var nú þeirra sumarfrí og sumpart til að velja vefnaðar-
L