Húnavaka - 01.05.1991, Page 115
HÚNAVAKA
113
skiptamanns. HafBi hann þá marga undir í senn, eftir því hve margir
voru til afgreiðslunnar. Venjulegast byrjaði úttekt ekki fyrr en búið
var að leggja inn og skila innleggsnótum til bókhaldarans svo hann
áður gæti séð stöðuna.
Gjaldmiðill annar en vöruinnlegg eða vinna mátti heita fyrirbrigði.
Verslunarstjórinn var að mestu leyti upptekinn á tali við viðskipta-
mennina og kom því sjaldan að afgreiðslu nema þegar hann var
stundum við bækurnar með bókhaldara. Reikningar voru aðeins
gefnir út einu sinni á ári yflr ársins úttekt og innlegg og sendir út
fyrripart vetrar. Voru margir þeirra á íleiri heilarkarblöðum því
reikningar voru þá aldrei gefnir jafnóðum nema þá kannski helst
vigtarnótur fyrir innleggið. Það kom því stundum fyrir að á milli
bar þegar menn loks fengu reikningana og þá oftast að ofskrifað
þótti eitthvað, vanskrifað man ég aldrei eftir að kvartað væri um.
Gat auðvitað hæglega komið fyrir að eitthvað misskrifaðist manna
á milli þegar mest gekk á og margir haíðir undir í einu. En ætíð
var þetta jafnað einhvern veginn í bróðerni.
Þar sem engir peningar voru í umferð var allt skrifað sem út var
tekið eða inn var lagt, hvort heldur vörur eða vinna. Kauptíðir voru
aðeins tvær á ári, vor og haust, þess á milli lítil verslun, nema snatt
við þorpsbúa og nærliggjandi bæi. Var svo til ætlast að viðskipta-
menn í kauptíðum greiddu upp það sem þeir höíðu fengið út til
þess tíma og svo byrjuðu lán á ný, hjá allfiestum. í sjálfu kauptúninu
voru skuldaskil oftast miðuð við nýár. Faðir minn lagði mikla áherslu
á að láta aldrei taka meira út en það sem hann gæti gert skil á
við hver áramót. Veit ég ekki betur en það hafi tekist honum furðu
vel eða að hann þá nokkurn tíma hafi skuldað verslunum nokkuð
sem þýddi. í önnur hús var ekki að venda því engir voru bankarnir
eða sparisjóðir.
Aðalúttekt manna var kornvara, kafii, sykur og tóbak, töluverð
kramvara sem þó ekki var margbreytt, lítið eitt af borðvið, aðallega
til kistusmíða, viðgerða og amboða. Og svo mátti ekki gleyma að
fá á kútinn. Nokkrir stærri bændur tóku tunnu af brennivíni, aðrir
hálftunnu og kvartel en fáir þó smáir væru minna en átta potta
kút. Margar tegundir áfengis fengust ekki, aðallega brennivín sem
þá kostaði 60-80 aura potturinn, lítið eitt af koníaki og rommi sem
kostaði 80 aura fiaskan, kirsuberjavín á ámum á 80 aura fiaskan
og eitthvað lítilsháttar af léttum vínum á fiöskum.