Húnavaka - 01.05.1991, Page 125
HÚNAVAKA
123
búið var að hýsa hestana og gefa þeim var farið að skoða gangna-
kofann sem átti að vera gististaður okkar næstu nætur.
Heldur fannst mér kuldalegt um að litast þar inni, veggir og loft
hvít af hélu og nístingskuldi. Það var strax hafist handa við að hita
vatn og koma fyrir dótinu. Þegar vatnið fór að hitna og búið var að
kveikja ljós var orðið furðu vistlegt í gamla skálanum.
Það var ýmislegt spjallað um kvöldið, eins og gengur, en ákveðið
að fara snemma að sofa og búast þá jafnframt við því að komast að
jöklinum næsta dag. Ingólfur taldi réttast að allir byggju um sig á
neðri pallinum. Hann gat þess jafnframt að hann vildi hafa sama
pláss og hann væri vanur og var engin athugasemd gerð við það.
Að því loknu fóru menn að hola sér niður. Ingólfur í sitt pláss við
stafninn að vestan, svo Þorkell, síðan Markús, þá undirritaður og
Fossabræður austastir, næst dyrunum.
Það sígur værð á mannskapinn og ég er farinn að hugsa um það
í alvöru að reyna að sofna þegar Þorkell rís allt í einu upp til hálfs
og hallar sér yfír Markús. Mér dettur fyrst í hug að hann ætli að
bjóða honum góða nótt með kossi, en ekkert varð nú af því. I lann
dokar við smá stund en segir svo eins og við sjálfan sig. „Mikið ó-
skaplega er þetta fallegt andlit”. Það var ekki hægt að hlusta á slíka
yfirlýsingu án þess að skella upp úr og innan stundar veltust allir
um af hlátri, nema Markús, sem taldi að Þorkell væri bara að segja
það sem væri satt og rétt, og með það var farið að sofa.
Laugardaginn 4. október var risið snemma úr rekkju og farið að
gá til veðurs. Þó að enn væri svarta myrkur duldist mönnum ekki
að svarta þoka mundi vera heim að dyrum. Var þá ekki um annað
að gera en að bíða birtu og sjá hvað gerðist. Heldur voru menn ó-
kyrrir og oft var gáð út. Þó að náttmyrkrið yrði að víkja fyrir dags-
birtunni var þokan hin rólegasta og sendi okkur hrfðarfjúk af og
dl. Þegar komið var fram um hádegi fór loks að birta til. Það var
þegar orðið ljóst að ekki yrði farið á Hraunin þennan dag. Samt
var ákveðið að drífa sig af stað strax og birti og ákveðið að fjórir af
gangnamönnum leituðu framan Ströngukvíslar, en hinir tveir
norðan hennar. Það kom í hlut okkar Sigurðar að leita norðan við.
Héldum við upp með kvíslinni og austur að skála Skagfirðinga í A-
fangaflá. Þar skildu leiðir. Sigurður fór norður með hrauninu en
ég átti að fara vestar og var meiningin að við leituðum norður að
Haugakvísl. Frekar fannst mér lítil von um að finna kindur, því að