Húnavaka - 01.05.1991, Page 126
124
HÚNAVAKA
þarna var ansi vetrarlegt. En þegar ég er kominn töluvert norður
mcð Lambamannafláarlæknum finnst mér ég sjá hreyfingu úti í
flánni og þegar betur var að gáð reyndist þarna vera lamb að
kroppa í þúfu. Þegar ég kom nær lambinu þekkti ég að þarna var
lambhrútur frá Leifsstöðum. Gekk mér vel með hann út að
Ilaugakvísl og þar hitti ég svo Sigurð. Við fundum tvær kindur í
viðbót, en ekki man ég hvar þær voru eða hver átti þær. Gekk okk-
ur vel með þær heim að skálanum og komum þeim þar inn í hús.
Það er af hinum að segja að þcir leituðu alveg fram í Svörtutung-
ur og komu heim í skálann í myrkri um kvöldið með níu kindur
og voru þær settar inn til hinna.
Fannst nú leitarmönnum heldur hafa ræst úr þessum degi og
reyndu að vera bjartsýnir þegar hugsað var til næsta dags.
Seinni hluta dagsins hafði ég farið að kenna lasleika og þegar
kom fram á kvöldið var ég kominn með háan hita. Afleiðing þess
var sú að mikill kuldi sótti að mér um kvöldið. Þegar við ætluðum
að fara að sofa var ég kominn með mikinn skjálfta. Ég tók það ráð
að klæða mig í meira af fölum, skreið svo í pokann og breiddi
teppi yfir. Reyndi ég svo að sofna og tókst það. Skömmu eftir mið-
nætti vakna ég aftur og er þá orðinn rennblautur af svita. Svona
gekk þetta alla nóttina, þegar ég sofnaði, vaknaði ég fljótt aftur og
var þá annað hvort ískalt eða kófsveittur.
Næsta morgun, sem var sunnudagur 5. október, var enn farið á
ról í svarta myrkri. Virtist þá vera sæmilegasta veður og því ekki
um annað að gera en að komast sem fyrst af stað á Hraunin.
Ekki hafði vanlíðan mín farið fram hjá félögum mínum. Ingólf-
ur leitarstjóri taldi ekki hægt að ætlast til þess að ég færi á göngur
svo veikur, og bauð mér að vera um kjurt heima í skálanum þenn-
an dag. Ekki fannst mér það nú góður kostur, taldi mig varla svo
veikan að verjandi væri að liggja heima allan daginn, og ákvað að
búa mig til ferðar með hinum.
Nú var liðinu skipt í öfugu hlutfalli við það sem var daginn áður.
Nú áttu tveir að Ieita fyrir sunnan Ströngukvísl en hinir norðan
við. Ingólfur leitarstjóri ákvað sjálfur að fara fram fyrir og valdi Sig-
urð á Fossum sér til fylgdar. Allir héldu af stað í fyrstu skímu, og
þegar birti betur sáum við að dimmt var af þoku á Hrauninu. Síð-
ar kom í Ijós að dimm hríðarél fylgdu þokunni.
Okkur gekk vel austur í Hraundragið, en þar fór að verða erfið-