Húnavaka - 01.05.1991, Page 127
HÚNAVAKA
125
ara fyrir hestana. Við héldum á Hraunin norðan við há Hraun-
garðshausinn, og eftir að mér fannst óralanga leið vorum við
staddir, að sögn þeirra sem kunnugir voru, norðvestur af Bláfell-
inu. Þar skildu leiðir. Sigurbjörn á Fossum hélt norður eftir hraun-
inu og átti að leita um upptök Haugakvíslar og síðan niður með
henni og svipast um þar í kring eftir þvf sem hann gæti. Þorkell
hélt áfram austur Hraunin og ætlaði hann að leita Bláfellsdragið
og upp að Sátu og koma síðan niður með Ströngukvísl. Við Mark-
ús áttum að leita kringum Bláfellið og svo áfram suður að Ströngu-
kvísl, og verða síðan helst samferða Þorkeli niður með henni. Eft-
ir stuttan stans héldum við Markús af stað og réði hann að sjálf-
sögðu ferðinni. Var þá ansi dimmt af þoku og slæm hríðarél ann-
að slagið.
Eg hélt mig dálítið á eftir Markúsi, bæði var það nú fyrir hvað ég
var slappur, og Ifka vegna þess að ég vildi alls ekki trufla hann við
að velja leiðina. Var mér reyndar ekki ljóst hvernig hægt væri að
rata við slíkar aðstæður og ákvað að vera við því búinn að annað
kæmi í ljós.
Ekki höfðum við lengi farið þegar á leið okkar varð dálítið drag.
Ætlaði Markús yfir það. Var snjórinn þar eitthvað linari og í miðju
draginu lágu hestarnir á kvið. Fer þá Markús af baki og getur snú-
ið hestunum við og komist til baka. Fer hann svo á bak og heldur
áfram meðfram draginu. Eftir þeim áttum sem ég taldi mig hafa
vorum við vestan við dragið og taldi ég að þegar því sleppti mundi
Markús halla sér meira til vinstri. Ekki varð mér að því, en aftur á
móti fékk ég þá flugu í hausinn að nú værum við farnir að sveigja
töluvert til hægri. Eftir að við höfðum haldið vel áfram dálítinn
tíma get ég ekki stillt mig um og kalla til Markúsar og bið hann að
stoppa. Gerir hann það og bíður eftir mér. Spyr ég hann þá hvorl
ekki geti skeð að við séum orðnir villtir. Neitar hann því og segir
að hann hafi séð grilla í Bláfellið rétt áðan, en þá voru aðeins élja-
skil.
Mér sárnaði við sjálfan mig fyrir þessa afskiptasemi, en við því
var ekkert að gera. Héldum við svo aftur af stað og miðaði okkur
vel nokkra stund. Allt í einu stoppar Markús, snýr sér til hálfs í
imakknum, kallar til mín og segir: “Hér hafa einhverjir verið á
ferð, sérðu slóðina”. Eg hraða mér til hans og sé að hann hefur
stansað við nýlega slóð í snjónum sem virðist í fljótu bragði vera