Húnavaka - 01.05.1991, Page 128
126
HUNAVAKA
eflir 2-4 hross. En nú var ég fljótur að skilja hvað var á seyði, og var
það fyrst og fremst vegna þess hvað ég var búinn að vera hræddur
um að við myndum villast.
Eg brölti af baki, teymi hestana að slóðinni og segi svo: ,Jæja,
Markús minn. Þetta er nú slóðin eftir okkur sjálfa. Við höfum far-
ið í hring hér á hrauninu, og verðum nú líklega að trúa því að við
séum orðnir rammvilltir”. Markús horfir þegjandi á mig smá-
stund, fer svo af baki og athugar slóðina en segir svo með mestu
hægð: “Það er víst rétt hjá þér, þetta er slóðin eftir okkur, og við
erum sennilega orðnir villtir”.
Ekki er því að leyna að þetta var ömurleg stund. Sýndist mér fátt
til bjargar og kveið því mikið að halda áfram án þess að vita nokk-
uð hvert stefndi. Eg færði mig nær Markúsi og hugsaði sem svo að
ef við ættum að bjargast af þessari auðn, yrði hann að finna rétta
leið, því ekki treysti ég sjálfum mér til þess.
Markús stóð þegjandi fyrir framan hestana og varð ekki séð
hvort honum líkaði betur eða verr. Eg leit á klukkuna og sá að hún
var að ganga eitt. Stuttu síðar tek ég eftir því að Markús fer að
horfa upp í loftið, snýr sér síðan að mér og segir með mestu hægð:
“Hvar heldur þú að sólin sé”? Þetta fannsl mér skrítin spurning og
fannst nú í fyrstu að okkur kæmi ekki mikið við hvar hún væri, en
fór samt að horfa til lofts. Það hafði dregið heldur úr snjókom-
unni á meðan við vorum þarna, og var ekki mjög dimmt til lofts.
Fljótlega fannst mér ég vita hvar sólin væri og benti Markúsi á
hana. Hann veltir þessu fyrir sér um stund, en segir svo: “Eg á að
geta áttað mig á þessu og það er best fyrir okkur að halda af stað”.
Alltaf síðan hef ég dáðst að þessari afgreiðslu Markúsar á okkar
vandamáli og sjálfsagt gleymi ég aldrei þessari stundu.
Við förum síðan á bak og höldum af stað, og eftir um korters
ferð birtist Bláfellið allt í einu beint fyrir framan okkur. Ekki er því
að leyna að við vorum fegnir þeirri sýn. Skildu nú leiðir. Fór Mark-
ús fram fyrir austan fellið og ætlaði suður að Ströngukvísl og svo
niður með henni og helst að verða samferða Þorkeli. Eg fór vestan
við Bláfell og átti svo aö fara niður með Fosskvíslinni. Var ég búinn
að fá góða lýsingu á staðháttum og vonaði að mér tækist að ramba
þetta.
Þegar ég hafði haldið vel áfram dálitla stund, fór mér að lítast
illa á að verða ekkert var við kvíslina. Þarna var mikill hjarngadd-