Húnavaka - 01.05.1991, Side 131
HÚNAVAKA
129
frá því að hann hafi veikst stuttu eftir að hann kom heim og orðið
að liggja í rúminu í marga daga.
Það hefur oft verið ætlun mín að skrifa þessa ferðasögu en ekki
orðið af því þrr en nú. Vona ég að ekki sé um stórfelldar villur að
ræða, þó vissulega geti einhver atriði hafa gleymst á þessum 10
árum sem liðin eru síðan.
Vil ég að síðustu þakka ferðafélögum mínum góðan félagsskap,
og vona að þeir og aðrir sem kannski lesa þessar línur hafi eitt-
hvert gaman af.
Skrifað í febrúar 1986.
0-0-0
SJÁLFSLÝSING
Jeg undirriluð, aum og illa lil reika, stæðileg lítt, en stórskuldug, hjálmlaus
og hriplek, styn og andvarpa undan fyrrverandi húsbónda mínum, sem jeg
heyri sagt, að nú sje orðin þjóðfjanda-fæla, jeg man nú ekki hvar, - ekki þó svo
mjög undan breytni hans við mig, meðan jeg var hans eiginleg ambátt, þó að
sumum kunni þá að hafa þótt kjör mín fremur sorgleg, eða að dönsku orð-
taki „skítt“, ja enda allt að því grátleg, - og blessaður sje hann fyrir það allt sam-
an, - nei, heldur undan óorðheldni hans við mig og óskilsemi, síðan hann yfir-
gaf mig, og undan hinni - ef lil vill prestlega litlu, en naumast kristilega litlu
skeyting hans um skriflega og vottanlegu skuldbinding sína, sem jafnvel er inn-
færð í sjálfa kirkjubókina mína, sem hann Eggert minn Sigfússon bjargaði frá
svívirðing foreyðslunnar.
Undan þessum ósköpum, sem prestur minn, prófastur minn, biskup minn,
stiftsyfirvöldin mín, og jeg veit ekki hvað margir fleiri, fá ekkert við ráðið, styn
jeg og andvarpa, því jeg trúi því laust að sviksemi undir vissum kringumstæð-
um sje rétt og Ieyfileg, þó að jeg einhvern tíma, ef mig minnir rétt, hafi heyrt
því hreyft.
Jeg styn og andvarpa og æpi, - og eigi þó allskostar undan mínum kjörum, en
mig tekur innilega sárt til míns fyrrverandi elskhuga, eins og náttúrlegt er. En
- væri honum eigi nær, mannsauðnum eða prestskepnunni -jeg trúi menn segi
svo - að beijast við sinn óreiðuanda, heldur en við einhvern óviðkomandi anda,
sem honum - ef til vill í tilefni af frásögninni um brúðkaupið í Kana - þóknast,
trúi jeg, að kalla allra handa og meðal annars þjóðfjanda?
I sárri kröm og kvalræðisundirgefni
stödd að Höskuldsstöðum 2/3 1879
Hofskirkja á Skagaströnd.
Norðanfari 2. maí 1879.