Húnavaka - 01.05.1991, Page 135
H ÚNAVAKA
133
meö eftirvæntingu. Anna hló. Já það var í fyrravor aö mig langaði
í grasaferð út í heiði, en var ókunnug leiðinni. Eg bar þetta und-
ir piltana og fékk strax tvo fylgdarmenn. Dagurinn var ákveðinn
og hestarnir reknir heim. Það lá reglulega vel á mér þegar ég lagði
af stað upp úr byggð og átti heilan dag framundan úti í heiði. Það
var eins og Jarpur skynjaði gleði mína, hann var svo fús og taum-
lipur. Við vorum öll vel ríðandi og skilaði vel áfram upp dalinn en
hann er allur í eyði. Þar voru áður fimm jarðir í byggð. Fallegur
er dalurinn, svona rétt fyrir sláttinn, engið meðfram ánni slétt og
þar spígsporuðu fannhvítar álftir margar saman í hóp. Við riðum
heim túnið á því býlinu sem fór síðast í eyði. Þar voru margar
lambær. Þær stóðu kyrrar og horfðu á okkur, en lömbin stukku
undir þær og sugu. Þarna á grundinni fyrir neðan bæjarrústirnar
var gott að á hestunum. Túnið var allt rótnagað eftir kindur, því að
nú lá girðingin öll niðri og í slitrum og uppi í rústunum lágu víða
vírflækjur. Eg fór strax að rífa upp steina og grafa þessar flækjur,
þó sá ég að það var vonlaust verk á stuttum tíma.
Brátt vildu samferðamennirnir halda áfram í grösin. Við riðum
yfir bæjarlækinn sem kom ofan úr djúpu gili fyrir ofan túnið og
skar sundur hlíðina. Að vestanverðu við giliö lá girðing upp fjallið,
auðsjáanlega varnargirðing fyrir stóð. Þar var alls staðar fé á beit.
Við vorum einmitt að tala um hvað þessar girðingar væru hættu-
legar fyrir féð, þegar \dð tókum eftir því að ein kind hljóp út og
suður en komst ekki langt. Hún var sýnilega föst í vír. Annar mað-
urinn sneri hestinum ofan í gilið til þess að ríða yfir til veslings
skepnunnar. Eg fór af baki, horfði yfir gilið og sá að það þurfti að
skera vírinn úr ullinni, svo flæktur og fastur var hann. Þegar kind-
in var frjáls, fór hún aðeins frá girðingunni og fór að rífa í sig gras-
ið af mikilli áfergju. Hefðum við ekki borið gæfu til þess að vera
þarna á ferð heíði lífíð kvalist úr blessaðri skepnunni.
Síðan var haldið áfram upp með gilinu í austurátt og smám sam-
an fór sjóndeildarhringurinn að víkka. Nú var orðið stutt í fjalla-
grösin. Við tíndum þau í kringum tjarnir sem voru þarna og borð-
uðum nestið í lyngmóunum hjá hestunum, sem voru órólegir en
urðu fegnir þegar lagt var af stað heimleiðis. Þegar heiðalandið
var að hverfa leit ég aftur með söknuði. Það hefði verið gaman að
dvelja þarna lengur.
Við fórum nú niður með gilinu og áðum hestunum aftur í túni