Húnavaka - 01.05.1991, Page 140
138
HUNAVAKA
24. Halldór Arinbjarnar, fæddur 4. scplember 1926.
25. Brynleifur H. Steingrímsson, fæddur 14. septcmber 1929 á
Blönduósi. Hann er nú hcraðslæknir á Selfossi.
26. Að síðustu vil ég nefna okkar mikið kæra Pál V. G. Kolka, sem
þjónaði hcraðinu um áraraðir, var framsýnn og farsæll dugandi
maður og fyrst og fremst í sínu læknisstarfi. Hann var framfara-
maður í sveita- og sýslustjórn. Ber Héraðshælið á Blönduósi
gleggst vitni um stórhug hans og framsýni. Héraðshælið var hans
óskadraumur og að það mætti vcröa sýslubúum til gæfu og geng-
is. Hann sá það rísa af grunni og þjónaði þar, þangað til hann
sagði læknisstarfinu lausu og þau heiðurshjón, hann og kona hans
Björg, fluttu til Reykjavíkur.
Hér á eftir \il ég nefna þá tannlækna sem eru starfandi hér og
þar. Þeir eru:
1. Hængur Þorsteinsson, fæddur 3. febrúar 1938 á Blönduósi.
2. Ríkharður Pálsson, fæddur 12. júlí 1932 í Sauðanesi
3. Sturla Þórðarson, fæddur 14. nóvember 1946 í Sauðanesi.
4. Sigurgeir Steingrímsson, fæddur 16. ágúst 1938 á Blönduósi.
Þá hcf ég talið hér saman 30 lækna sem allir hafa lokið enrbætt-
isprófi og eru fæddir í Austur-Húnavatnssýslu. Eg hugsa að engin
sýsla á landinu hafi lagt þjóðinni til jafnmarga lækna, ásamt fjöl-
mörgum öðrum mennta- og framfaramönnum. Meiri hlutinn af
þessum mönnum varð að berjast gegnum námið án lána og
styrkja, sem tíðkast nú til dags meira og minna öllu eða flestu
námsfólki til handa. Það eru miklar breytingar frá því sem áður
var, þegar fólk barðist áfram af eigin dugnaði, áhuga og framsýni,
og varð að treysta á mátt sinn og megin ásamt trú og trausti á Guð
og góð máttarvöld.
Þar næst langar mig til að riíja upp þá þingmenn sem ég man
fyrst eftir. I mínu ungdæmi var talað mikið um okkar gáfuðu, góðu
og dugmiklu þingmenn. Húnvetningar voru ekki í þá daga að seil-
ast á Suðurland til þess að fá lánaða þingmenn fyrir sitt hérað. Þeir
áttu og hafa átt nóga framsýna, vitra og dugandi gáfumenn heima
fyrir til að teíla fram sér og þeim til hciðurs og sóma.
Fyrst man ég eftir þeim Birni Sigfússyni á Kornsá í Vatnsdal og
Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka. Til dæniis mun Þórarinn hafa
hlotið þann heiðurssess að vera konungkjörinn þingmaður árið
1905, sem þótti mikil virðing í þá daga. Þórarinn bar þann heiður