Húnavaka - 01.05.1991, Page 143
HUNAVAKA
141
50-60 hross, vel údgengin, fyrir nokkrar milljónir. Þcir setjast svo
örþreyttir og útslitnir upp í ÍTnan lúxusbíl og keyra til Stór-Reykja-
víkur. Síðan hreiðra þeir vel um sig í ÍTnu einbýlishúsi eða stórri
íbúð, líta yílr farinn veg, og dást að manndómi sínum og myndar-
brag, alsælir yfir því hvað þcir hafa unnið þjóðinni vel og dyggi-
lega, kauplaust allan sinn búskap.
Eg er nú svo gamaldags að mér íinnst sannarlega að bændastétt-
in sé að tapa sinni reisn, tapa sTnum konungdómi og sjálfsforráð-
um síðan þetta margþætta styrkja- og niðurgreiðslukcrfi kom til
sögunnar. Það sé til þess eins að gera fólkið að ósjálfbjarga aum-
ingjum og letingjum. Það vill enginn hreyfa hönd cða fót nema
kaup sé fyrirfram ákvcðið. Fólk er orðið svo heimtufrekt að ekki
fæst ræstingakona frá heimilishjálpinni inn á hcimili hjá lasburða,
aldraðri manneskju, nema hún fái greidda fjóra tíma þó að hún
vinni ekki nema einn.
Skólafólk fær lán og styrki fyrir að sitja á skólabekk hér heima og
erlendis. Nú dugar það ekki til þvf að helst vill það fá kaup fyrir að
sitja T tfmum, sofandi, stundum lesandi blöð og jafnvel spila á spil
um leið og það stendur upp í hárinu á kennurunum og segir svo
bara. Þessi skóli er ekki góður, kennararnir eru ómögulegir. Og
þegar að prófi kemur fá sumir spurningar og svör hjá þcim sem
hafa nennt að læra og skrifa þau í lófa, á úlnliöi og blaðaleppa.
Hvernig er mannfólkið að verða? Er ekki eitthvað að? Hefur
ekki einhvers staðar brostið hlekkur í lífskeðjunni? A hvern má
treysta og hverjum trúa? Er ekki þjóðin að kjósa forystumenn á
þing til þess að ráða? En magnast ekki vandinn alltaf meira og
meira? Er það af því að menn vinna eingöngu fyrir sinn eigin hag
en ekki íyrir land og þjóð?
Eg hef áður í þessu erindi mínu minnst á dugmiklar konur hér
áður íyrr. Af því að nú er þetta margumtalaða kvennaár 1975,
langar mig að enda á þeirri spurningu, að ef nútímakonur fá því
framgengt að frjáls fóstureyðing verði gerð að lögum og konur
einar fái úrskurðarvaldið, tel ég að þær mestu mannfórnir sem
lífssagan getur um verði framkvæmdar og um leið á hinn svívirði-
legasta hátt sem um getur. Það að ráðast á sitt eigið fóstur og fyrir
fara því þekkist ekki hjá nokkru kvcndýri jarðarinnar.
Að lokum sendi ég kveðju norður heiðar úl okkar kæru heima-
byggðar.