Húnavaka - 01.05.1991, Page 145
PETUR SIGURÐSSON, Skeggsslöðum:
Víða liggja vegamót
Þaö var í nóvcmbermánuöi árið 1987 aö Þórður Pálsson frá
Sauðanesi kom inn á Héraðsskjalasafn Austur-HúnavaLnssýslu á
Blönduósi og bar stóran pappakassa, sem hann bað safnið að taka
í sína vörslu. Hafði kassi þessi inni að halda flciri hundruð af ræð-
um þriggja prestvígðra manna, sem gegndu prestsstörfum á síð-
ustu öld og raunar rúmlega þaö, og lengst af í íjarlægum héruö-
um. Hafði kassi þessi borist Þórði f)TÍr tilviljun eftir krókalciðum
og þar áður m.a. veriö í búi frægrar íslenskrar ópcrusöngkonu.
Var hún ein af afkomendum presta þcirra, scm þarna áttu hlut að
máli. Þarna voru samankomnar stólræður, fermingarræður,
hjónavígsluræður og útfararræður, sem samdar höfðu verið og
íluttar af prestum þriggja kynslóða. Voru pappírar þessir í allgóðu
ásigkomulagi og meginhluti af ræðunum, sem voru á milli 700 og
800 að tölu, sæmilega auðlesinn. Pappakassinn sem geymt haíði
þessi hugverk, sjálfsagt um margra áratuga skeið, var að vonum lé-
legur orðinn og lagði af honum reykjareim, svo vel mátti finna.
Vitað var að íyrir nokkrum áratugum hafði hann lcnt í eldsvoða,
en verið bjargað með öðru dóti. Innihaldið mátti þó teljast nær ó-
skemmt af bruna og virðist þar að öllu leyti betur farið hafa en
vænta mátti. Þórði var að verðleikum þökkuð árveknin og fyrr-
greind plögg tekin í vörslu Héraðsskjalasafnsins.
Skal þess nú freistað að gera lítils háttar grcin fyrir prestunum,
höfundunum að þessum ræðum. Heimildir eru fyrst og fremst Is-
lenskar æviskrár, hvað hina tvo fyrri varðar, en sá yngsti þeirra var
þjónandi prestur á Bergsstöðum og í Blöndudalshólum hálfan
annan áratug og fleiri heimildir auðraktar um hann.
Hinn elsti þeirra langfeðga var Sæmundur Einarsson (Isl. ævi-
skrár IV, 380) fæddur um 1765 en dáinn 4. júlí 1826. Hann var
sonur Einars spítalahaldara í Kaldaðarnesi, Eiríkssonar og konu