Húnavaka - 01.05.1991, Qupperneq 146
144
HÚNAVAKA
hans Þuríðar Magnúsdóttur. Hann varð stúdcnt 31. maí 1788, cn
tók vígslu 13. júlí 1790. Fyrst var Sæmundur í þjónustu Vigíúsar
sýslumanns Þórarinssonar á Hlíðarenda í Fljótshlíö, cn \4gðist að-
stoðarprestur síra Þóröar Þórhallssonar í Kjalarnesþingum. Síra
Sæmundur fckk Stóra-Dal árið 1792, Ása í Skaftártungu árið 1797
og Útskála áriö 1812. Hann drukknaði undan Hafnarfirði. Síra
Sæmundur hefur hlotið góða umsögn, talinn gáfumaöur, íjörug-
ur, glaðlyndur og skáldmæltur, ckki mikill búmaður, cn góðmenni
og vcl látinn. Síra Sæmundur var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans
Guörún yngri, fædd um 1761, dáin 6. apríl 1822, Einarsdóttir lög-
réttumanns í Þrándarholti, Haíliðasonar. Attu þau nokkur börn
og var mcðal þeirra síra Einar (Einarsen) í Staíliolti í Borgarfirði,
sem brátt vcröur greint nánar frá. Síra Sæmundur kvæntist á ný
15. júlí 1823, Ingveldi (fædd um 1785 og dáin 19. nóvember 1842)
Jónsdóttur að Steinum undir Eyjafjöllum, Björnssonar. Þau Sæ-
mundur og Ingveldur voru barnlaus, en hún átti síðar Sigurð stúd-
ent Jónsson í Varmahlíð undir Eyjaíjöllum.
Einar Sæmundsson (Isl. æviskrár I, 385), sem oftast mun hafa
vcrið nefndur Einarsen, fæddist 18. nóvember 1792, en lést 15.
maí 1866. Hann var settur til mcnnta og varð stúdcnt frá Bessa-
staðaskóla árið 1814 með góðum vitnisburði. Síðan var Einarscn
skrifari hjá Siguröi landfógcta Thorgrímsen til 1820, að hann var
settur sýslumaður í Skaftafellssýslu um eins árs skciö. Einarsen
fékk veitingu fyrir Þingv'allaprestakalli 22. september 1821 og
vígðist þangaö um haustiö.
Setbergsprestakall í Eyrarsveit fékk Einarsen 15. mars 1828 og
varð þá prófaslur í Snæfellsnessýslu. Síðast fékk hann Stafholt í
BorgarFiröi 31. júní 1855. Var liann þar prestur til æviloka og pró-
fastur í Þverárþingi vestan Hvítár frá 1860. Einarscn presti mun í
mörgu hafa brugðið til föður síns. Var hann talinn gáfaður vel en
nokkuð ölkær á seinni árum, ræðumaður góður og hagorður,
skemmtinn og vel látinn.
Nokkur rekistefna varð af er hann á sínum fyrri árum kærði 10
búendur í Grafningi fyrir tíundarsvik. Og árið 1831 var Einarsen
talinn hafa gefið saman hjón ólöglcga en slapp vegna þess, tveim
árum síðar, með áminningu.
Kona Einarsens (20. janúar 1820) var Kristjana, fædd 12. júlí
1802, dáin 7. mars 1876, Hansdóttir skósmiðs, Wingaards Ricdals,