Húnavaka - 01.05.1991, Síða 147
HUNAVAKA
145
scm var norskur að ætt (dáinn í Reykjavík árið 1815). Þau Einar-
sen og Kristjana áttu nokkur börn og var dóttir þeirra Metta, fædd
1838, dáin 10. desember 1922, kona síra Markúsar Gíslasonar í
Blöndudalshólum, Stafafelli og víðar, sem nú verður frá skýrt.
Markús Gíslason fæddist á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 30.
október 1837 en dó á Stafafelli í Lóni 15. október 1890. Hann var
sonur hjónanna Gísla bónda á Hafþórsstöðum og síðar á Steinum
í Stafholtstungum, Magnússonar og konu hans Þórunnar Markús-
dóttur bónda á Hafþórsstööum og Alftá í Hraunhreppi, Markús-
sonar. Markús lærði undir skóla í tvö ár hjá síra Olafi Pálssyni á
Mel í Miðfirði. Var tekinn í Lærða skólann í Reykjavík árið 1854 og
varð stúdcnt með fyrstu einkunn, árið 1860. Hann útskrifaðist úr
Prestaskólanum árið 1862, með annarri einkunn betri.
Markús vígðist 31. ágúst 1862 aðstoðarprestur til tengdaföður
síns í Stafholti og kvæntist Mettu Einarsdóttur 10. september
1863. Markús fékk Bergsstaðaprestakall 22. nóvember 1866 og
Blöndudalshóla 17. desember 1869. Þar var hann prestur til árs-
ins 1880 að prestssetur var niður lagt í Blöndudalshólum og sókn-
inni skipt milli Bergsstaða og Bólstaðarhlíðar. En bæirnir þrír á
Bug, vestan Blöndu, lagðir til Bólstaðarhlíðar. Síra Markúsi voru
veitt Fjallaþing 25. október 1880. Hann fór aldrei þangað, en var
veitt Stafafell í Lóni 24. maí 1881 og hclt því brauði til æviloka.
Markús var ekki talinn mikill fésýslumaður og jafnan lítt efnum
búinn. Samt mun hagur hans nokkuð hafa gengið fram á árunum
í Blöndudalshólum og haíði hann sum seinni prestskaparárin þar
hluta af Syðra-Tungukoti með heimajörðinni. Eftir að hann og
íjölskylda hans fluttu að Stafafelli er ekki annars getið en afkoman
hafi verið sæmileg. Markús var nokkuð viðriðinn sveitarstjórn sem
prestur á þeim tíma. Rithönd og frágangur var til fyrirmyndar.
Þau Markús og Metta áttu sjö börn og voru þau: Einar ríkisbók-
haldari fæddur 11. júlí 1864, Gísli sem fiutti til Vesturheims, Þór-
unn kona Vilhelms kaupmanns Jensens á Eskifirði, Kristjana
hattagerðarkona í Reykjavík, Sigurður sem ílutti til Vesturheims,
Olafur, hann mun hafa dáið ungur og Ólaíía sem dó uppkomin, ó-
gift.
Einar Markússon var þekktur maður á sinni tíð, bæði að verslun-
armálum í Ólafsvík og síðar gegndi hann lengi starfi ríkisbókhald-
ara. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Arnadóttir