Húnavaka - 01.05.1991, Side 148
146
HUNAVAKA
prófasts á ísafirði, Böðvarssonar. Dætur þeirra Einars og Kristínar
voru fjórar og var hin yngsta þeirra, og raunar allra systkinanna,
María Markan óperusöngkona. Ein systirin var Elísabet söngkona
sem giftist Benedikt G.Waage forseta ISI. Hinar systurnar hétu Sig-
ríður og Helga. Synir Einars og Kristínar voru tveir landskunnir
söngmenn, Einar og Sigurður. Þriðji bróðirinn, Markús, féll frá á
góðum aldri. Oll voru systkinin mjög söngvinn og munu þær syst-
ur, Elísabet og Sigríður, hafa sungið töluvert saman á yngri árum.
(Sjá ævisögu Maríu Markan eftir Sigríði Thorlacius).
Seinni kona Einars Markússonar var Stefanía Stcfánsdóttir sjó-
manns í Rcykjavík, Jónssonar, og voru þau barnlaus. Einar átti son
með Guðrúnu Lýðsdóttur í Olafsvík, Hálfdánarsonar. Það var Ein-
ar skipherra Einarsson sem vann mikið að landhelgisgæslu og
björgunarmálum á landi liér á fyrri áratugum þessarar aldar. Við
kynnumst Einari Markússyni og lífshlaupi hans nokkru nánar
undir lok þessa þáttar en dveljum um sinn hjá síra Markúsi og
samferðamönnum hans.
Jónas Illugason í Brattahlíð segir svo um Markús í „Yfirliti um
Hlíðarhrepp": „Hann var lítill vexti, dökkhærður og fríður, gleði-
maður, ljúfur og laus við dramb, ölkær og orðhákur“. Síðar segir:
„Búnaðist honum sæmislega þar (í Blöndudalshólum), en ærið
þótd hann slarkgjarn og drykkfelldur. Var sagt það heíði licnt
hann þegar hann átti að messa á Holtastöðum eitt sinn að hann
hefði týnt ræðunni sem hann ætlaði aö ílytja. Hafði síra Markús
verið í ferðaslarki alla vikuna áður. Ekki lét hann það standa fyrir
messugjörð. Prédikaði hann þá blaðalaust og þótti síst ver takast
en ella, því hann var skarpgáfaður og mælskur í besta lagi. A þess-
um slarkferðum sínum hafði hann oft með sér rímur og kvað þær
fyrir fólkið. Því hvar sem síra Markús kom setti hann gleðiblæ á.
En stundum þótti þetta ganga í lengsta lagi þegar vínið var ann-
ars vegar.
Þegar Sigurbjörg (Tómasdótdr) ekkja Olafs á Eiðsstöðum (bónda
þar Jónssonar) var burt hafm og flutt til grafar aö Hólum (Blöndu-
dalshólum) fór prestur ásamt íleirum fram efdr kvöldið áður, því
snemma skyldi taka daginn eftir. En þegar fólk kom af bæjunum
fyrir framan, Eldjárnsstöðum og Þremi (Þröm), sátu þeir prestur
og Bjarni í Stafni, sonur hinnar dánu á tómum nærbuxunum
framan á rúmunum, blindfullir og kváðu í Andrarímum. Eigi að