Húnavaka - 01.05.1991, Page 150
148
HUNAVAKA
Síra Markús mikið slarkað getur.
Gáfnaslyngur geðs um far,
góðkunningi Bakkusar.
Ekki er vafi á því að vínhneigð og framganga síra Markúsar hef-
ur oft valdiö sóknarbörnum hans nokkurri lmeykslan. En dreng-
skapur hans og sérstakt lítillæti, sem á þeim tíma var lítt þekkt
meðal geistlegrar stéttar manna, aflaði honum vinsælda sem öðr-
um hlotnuðust ckki. Þ\4 sakaði það ekki svo mjög þótt prestur gæti
lítt stillt gáska sínum í hóf og kveðskapur og tilsvör vægast sagt
ekki í samræmi við ríkjandi tíðaranda. I þættinum „Þrír bændur í
Bólstaðarhlíðarhreppi“, sem birtist í Húnavöku 1987, eru nokkuð
rakin viðskipti síra Markúsar og Þorbjargar húsfreyju á Torfustöð-
um, Guðmundsdóttur. Verður sá þáttur ekki endurtekinn hér, en
aðeins minnt á vísu Markúsar um mann Þorbjargar, Arna bónda
Sigurðsson:
„Blæs að eisu ágirndar,
eykst því kveisa fédráttar.
I gráa peysu græðginnar,
gaur með hneisu fé safnar.“
Frekari eftirmál munu ekki hafa orðið nema svarvísur Þorbjargar,
sem birtar eru í fyrrgreindum þætti. Enda Arni á Torfustöðum sjálfur
bæði orðhákur og ríkri kímnigáfu gæddur. En varla mun guðhræddu
sæmdarfólki hafa þótt þarna beinlínis fallegur kveðskapur á ferð.
Friðgeir Arnason, bóndi í Hvammi á Laxárdal, orkti bændarímur
um Bólstaðarhlíðarhrepp. Fannst síra Markúsi það harla bragðdauf-
ur kveðskapur, og þar vera borið of mikið lof á menn. Haíði síra
Markús hlotið þar tvær vísur og var ekki dregið úr mannkostum
prests og verðleikum:
„Hrósið ber af bændunum,
bestur hér í kenningum,
mjög óþver í manndyggðum,
Markús séra á Bergsstöðum
Markús, prestinn, menn lofi,
mælir flest af skynsemi.