Húnavaka - 01.05.1991, Page 154
152
HÚNAVAKA
því starfi á meðan ég var í Ólafsvík. Þar gegndi ég einnig nokkrum
nefndarstörfum, sem ég nenni ckki að telja fram. Arið 1931 giftist
ég 55 ára gamalli ekkju cftir bónda hér syðra, Stefaníu Stefáns-
dóttur. Hún er af svokallaðri Skógarkotsætt, sem er vel þekkt hér
sunnan lands, og talin góð bændaætt. Hún er mesta myndarkona
og hugsar vel um mig. Eg er svo mikill heimilismaður, að ég gat
ekki lagt á mig að vera heimilislaus. Arið 1932 byggði ég hús hér í
Skerjafirði á töluvert stórri lóð, sem þá var leirílag, en cr nú orð-
inn fallegur garður með talsverðum trjágróðri, og gcfur nú af sér
töluvert af kartöílum og öðrum matjurtum. Við hjónin gerum alla
vinnu í garðinum, því vdð erum aðeins tvö út af fyrir okkur. Börn-
in öll farin út í buskann fyrir löngu.
Eftir allt þetta brask mitt í lífmu eru efni mín ekki meiri en það,
að ég verð að vinna nokkuð til þess að geta lifað sæmilegu lífi.
Enda er það bæn mín til Guðs, að fá að hverfa yfir landamærin,
þegar ég hætti að geta unnið, því cfúr minni skoðun er vinnan
mesta blessunin í þessu jarðlífi. Og vona ég fastlcga, að hægt verði
að nota mig til einhvers starfa þegar yfir kemur. Eg er nú kominn
hátt á sjötugasta og áttunda árið, en hcilsan er mjög góð, og mér
finnst ég ennþá vera fær í ílestan sjó. Sjónin er góð, heyrnin hefur
dofnað, en ekki verulega ennþá. Eg hefi auðvitað ekki eins góða
líkamsburði og áður, en samt svo góða að ég hefi hingað til getað
unnið alla vinnu í garðinum mínum kvölds og morgna, en mið-
partinn úr deginum vinn ég á skrifstofunni inni í bænum. Fcr
alltaf á reiðhjóli á milli þegar færi og veður leyfir.
Af systkinum mínum eru þau dáin: Sigurður, Sigríður og Þór-
unn, dó í fyrra. Lifandi eru: Kristjana hér í Reykjavík og Gísli í Am-
eríku, fór þangað fáum árum eftir ílutninginn austur.
Eg man nú ekki meira að skrifa þér. Þú verður að fyrirgefa bréf
þetta. Ég hefi skrifað það á hlaupum, og það er því sundurlaust og
illa skrifað, bæði að skrift og orðfæri. Mér myndi þykja vænt um að
sjá línu frá þér við tækifæri, en þykir leitt, að þú getur ekki gcrt
það sjálfur. Annars líður sjálfsagt að því, að við hittumst handan
við gröf og svokallaðan dauða.
Vertu blessaður og sæll og líði þér sem best má verða.
Þinn einlægur vinur
Einar Markússon.