Húnavaka - 01.05.1991, Page 158
156
HUNAVAKA
Ungur aö árum lók hann við búi á stórri og kostamikilli jörð, er
jafnan hefír verið talin með betri jörðum í Langadal. Þar höfðu
um langan aldur búið miklir bændahöföingjar, sem sett höfðu
svipnrót sitt á samtíð sína. Hannes var góður bóndi og fór vel með
allan búpening sinn. Hann var alla æfi starfsins maður. Við hann
áttu því orð spekingsins: ,Að elska lífið í gegnum vinnuna, er að
vera samgróinn lífsins innstu leyndardómum." A langri æfi auðn-
aðist honum að gera áhugamál sín að veruleika, áhugamálin er
stóðu hjarta hans næst, en þau voru skyldurnar við jörðina, sveit-
ina og héraðið.
Hann hóf snemma að byggja upp ájörð sinni og ræktaði þar
stórar spildur lands. Hannes á Auðólfsstöðum var maður stór
vexti og þrekinn og rammur af afli. Hann var hógvær maður og
hlédrægur, glaðvær og oft spaugsamur í góðum hópi vina sinna.
Hann var trúr maður og vinfastur svo af bar og góður nágranni
eins og sveitungi hans einn komst að orði \dð lát hans.
Hann unni umfram allt æskustöðvum sínum í Langadal og á
Blönduósi, en þar kaus hann að hvíla að leiðarlokum. Hann lést
á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 17. febrúar.
Sr. Árni Sigurðsson.
Georg Sigurvaldason,
Eldjárnsstöðum
Fæddur 18. nóvember 1924 - Dáinn 13. mars 1990
Georg Sigurvaldason fæddist að Gafli í Svínadal, sonur hjón-
anna Sigurvalda Jósefssonar og Guðlaugar Hallgrímsdóttur. Þau
höfðu áður búið á Bjarnastöðum í Þingi og á Rútsstöðum í Svína-
dal og áttu fyrir fimm börn er tvíburarnir Georg og Þorsteinn
fæddust. Tveimur árum síðar flutti fjölskyldan frá Gafli að Eld-
járnsstöðum, þar sem hún stækkaði enn, uns barnahópurinn taldi 10.
Georg er það þriðja þeirra sem fellur frá. A undan honum eru
farin Sigurlaug og Ingimar, en efúr lifa bræðurnir þrír á Eldjárns-
stöðum og Eiðsstöðum: Jósef, Hallgrímur og Þorsteinn og fjórar