Húnavaka - 01.05.1991, Blaðsíða 168
166
H UNAVAKA
Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt systkinum, sem voru
Lárus læknir, síðast á Skagaströnd, Sigurbjörg í Gautsdal og Ragn-
hildur, en þau eru öll látin.
Bjarni var námfús eins og þau systkini og að loknu fullnaðar-
prófi sótti hann úma í stærðfræði svo og
ensku og dönsku og var Jón Magnússon
frá Sveinsstöðum, síðar fréttastjóri Ríkis-
útvarpsins, námsfélagi hans. Kennari
þeirra var sr. Þorsteinn B. Gíslason í
Steinnesi og fylgir það sögunni að hann
hafi verðlaunað áhuga þeirra félaga
með kennslu, þeim að kostnaðarlausu.
Arið 1926 er Bjarni stóð á tvítugu fór
hann utan til Kaupmannahafnar, þar
sem Lárus bróðir hans stundaði nám í
læknisfræði. Svo fór að Bjarni valdi
landbúnaðarskóla á Suöur-Sjálandi, til
þess að afla sér aukinnar þekkingar og
vann auk þess á dönskunr búgarði um skeið. Aö loknu námi
bauðst honum starf í tengslum \ið mjólkuriðnað þar ytra en hug-
ur hans stóð ætíð til heimahaganna og efúr nær tveggja ára Dan-
merkurdvöl, kom hann heim til Islands og hóf búskap í Haga,
fyrst við hlið foreldra sinna, en tók að fullu viö búinu, eftir lát föð-
ur síns árið 1933.
Fyrri kona hans var Elínborg Björnsdóttir, en þau slitu samvist-
um eftir átta ára sambúð. Eignuðust þau eina dóttur barna, Láru
Ragnhildi, sem búsett er í Mosfellsbæ, en hún var gift Grími Sig-
urðssyni, sem láúnn er.
Arið 1943 gekk hann að eiga efúrlifandi konu sínajófríði Krist-
jánsdóttur frá Tröð í Onundarfirði, sem reyndisl honum hinn
besti lífsförunautur í langri sambúð þeirra hjóna og stóð honum
við hlið til hinstu stundar.
Eignuðust þau sex börn, sem eru: Björg húsmóðir og ökukenn-
ari á Sölvabakka, giftjóni Árnajónssyni bónda þar. Jón, vörubíl-
stjóri, kvæntur Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, sjúkraliða á
Blönduósi, Jón lést á þessu ári. Sigríður Krisún, leikkona og rithöf-
undur, búsett í Gautaborg. Páll Ragnar, bóndi í Norðurhaga,
kvæntur Sonju Wiium. Sigurlaug, kennari í Reykjavík gift Kristni