Húnavaka - 01.05.1991, Page 169
HÚNAVAKA
167
Jónssyni kcnnara og Lárus Hagalín, stæröfræöingur og mennta-
skólakennari, kvæntur Særúnu Albcrtsdóttur, kennara, cinnig bú-
sett í Rcykjavík.
Með Bjarna í Haga er horfinn sjónum vorum ágætur fulltrúi
bænda, sem sprottinn var upp úr rótgróinni íslenskri sveita-
mcnningu. A langri starfsæfi sinni hclgaði hann búskapnum alla
krafta sína, einnig vann liann aö margháttuöum fclagsstörfum í
þágu sveitar sinnar og héraös. Hann sat m.a. í sveitarsþórn
Sveinsstaðahrepps um árabil og þar af síðustu átta árin sem odd-
viti sveitarstjórnar. Hann var cinn af stofnendum nautgriparækt-
arfélags sveitarinnar og eftirlitsmaöur á vegum þess um mörg ár.
Einnig sat hann liina ýmsu fulltrúaráösfundi í félagsmálum
bænda fyrir svcit sína um árabil.
Bjarni var unnandi íslcnskrar menningar, bókhneigöur og vel
lcsinn. Hann hafði yndi af kveöskap og söng og var cinn af stofn-
endum kirkjukórs Þingeyrakirkju. Rækti hann þetta áhugamál sitt
af mikilli kostgæfni um hálfa öld og var þar góöur og traustur fé-
lagi. Bjarni í Haga var félagshyggjumaður. Hann var hreinskipt-
inn og hikaöi ekki viö að láta skoöanir sínar í Ijós.
Eins og áöur er sagt batt Bjarni miklum tryggðaböndum viö
bernskustöövar sínar ungur aö árum. Hann kaus aö snúa aftur
heim til fööurhúsa, eftir aö hafa aflaö sér menntunar á því svaöi,
er áhugamál hans lágu, og þrátt fyrir álitleg atvinnutilboö, er
hann fékk ytra, aö námi loknu. I sveitinni fögru og grösugu skyldi
æfistarfiö unniö. Hann stundaöi búskap á jörö sinni til 81 árs
aldurs eða svo lengi sem heilsa hans leyföi. Þaö var honum því
mikiö gleöiefni aö sjá búskap sonar síns Ragnars og íjölskyldu
hans dafna á föðurleifð sinni, á þeirri jörö er hann haföi byggt
æfistarf sitt á, og haíði lagt alla krafta sína til þess aö byggja upp aö
húsum og ræktun.
Bjarni lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi tæpra 84 ára aö
aldri.
Utför hans var gerö frá Þingeyrakirkju 5. maí.
Sr. Ami Sigurðsson.