Húnavaka - 01.05.1991, Page 179
HÚNAVAKA
177
Helga Sigurðardóttir,
Reykja\ík
Fædd 30. janúar 1944 - Dáin 16. september 1990
Helga Sigurðardóttir var á fertugasla og sjðunda aldursári er
hún fórst í hörmulegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Viku áður
hafði verið hátíð í fjölskyldunni þegar hún hélt lítilli dótturdóttur
sinni undir skírn og hlaut sú litla nafn ömmu sinnar. Engan gat þá
órað fyrir að svo skammt væri til enda-
dægurs hennar og raun varð á. Helga var
Húnvetningur að ætt og uppruna. Hún
fæddist í Gröf á Vatnsnesi í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Unnur Agústsdóttir, sem ættuð er
frá Anastööum á Vatnsnesi, og Sigurður
Gestsson bóndi, en hann er ættaður frá
Ytri Völlum í Kirkjuhvammshreppi. Þau
eignuðust íjögur börn og var Helga elst
þeirra. Þegar Hclga var þriggja ára fiutt-
ist Qölskyldan búferlum að Mörk \ið
Hvammstanga og þar ólst hún síðan upp
með foreldrum sínum og í hópi sam-
hentra systkina. Helga reyndist ætíð foreldrum sínum ræktarsöm
og elskuleg dótúr.
Að loknu skyldunámi, eða um 15 ára aldur, lagði Helga leið sína
til Blönduóss, þar sem hún hóf að vinna á sjúkrahúsi staðarins. Og
æ síðan vann hún við hjúkrun eða aðhlynningu annarra og eftir
að hún hafði sótt nauðsynleg undirbúningsnámskeið gekk hún nú
í haust í sjúkraliðaskólann til þess að afla sér tilskilinna réttinda og
hefði lokið bóklegu námi þaðan næsta haust.
A Blönduósi kynntist Helga eftirlifandi eiginmanni sínum, Sæv-
ari Snorrasyni raf\drkjameistara. Ung felldu þau hugi saman og
gengu í hjónaband 17.júní 1965. Þau cignuðust fjögur efnisbörn,
sem öll eru á lífi óg uppkomin, en þau eru: Þórunn, hjúkrunar-
fræðingur, til heimilis að Reykási 39, gift Gylfa Rúnarssyni og eiga
þau tvö börn, Sandra Frey og Helgu Alexíu. Anna Krisún, sölu-
maður, Gnoðarvogi 28 og á hún einn son, Sævar Karl. Snorri, af-