Húnavaka - 01.05.1991, Page 190
188
HUNAVAKA
þjóðlcga húsinu”. Einnig sviðsetti hann þjóðdansa f)TÍr þorrablót
og aðrar stórhátíðir er ltaldnar voru á vegum skandinavískra fé-
lagasamtaka.
Arið 1987 snéri hann heim til Islands og vann um nokkurt skeið
scm verslunarstjóri við verslunina Hildu í Reykjavík. Einnig tók
hann þátt í nokkrum danssýningum Þjóðleikhússins á þessum
tíma.
Guðlaugur var vinsæll og vinmargur. Hvarvetna þar sem hann
fór stráði hann um sig glaðværö og innileika. Hans er því sárt
saknað af ættingum og vinum. Fjölmargir vinir hans í New York
komu saman í Central Park við lát hans, til þess að minnast hans.
„Guölaugur var listamaður af Guðs náð. Hann var dansari og
hann orti ljóð. Hann var góður íelagi og vinur. Hann fór ekki
troðnar slóðir í lífi sínu, en hann var sjálfum sér samkvæmur og
lifði því lífi er hann kaus sér,” ritar vinur hans einn um hann lát-
inn.
Guðlaugur lést í Reykjavík tæplcga fertugur að aldri.
Utför hans var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 8. desember.
Sr. Árni Sigurðsson.
Kári Kristjánsson,
Skagaströnd
Fœddur 5. desember 1914 - Dáinn 11. desember 1990
Kári Kristjánsson var fæddur á Bakka í Skagahreppi. Hann var
yngstur 12 systkina, kunnur fátækt og harðri lífsbaráttu, endavarð
hann föðurlaus átta ára gamall.
Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson og Sigurbjörg Sigur-
björnsdóttir. Systkinahópurinn hefur týnt tölunni. Dáin eru auk
Kára, Hólmfríður, Karl, Henrý, Eðvarðsína, Sigurbjörn og Elísabet
(1991) auk tveggja sem dóu ung. Eftir lifa Sigurlaug, rúmlega ní-
ræð í Reykjavík, Lára og Lúðvík á Skagaströnd.
Um það bil átta árum eftir föðurmissinn, ílutti fjölskyldan til
Skagastrandar. Þeir bræður Sigurbjörn og Kári byggðu síðan Kára-
staði, sem varð heimili þeirra í rúmlega hálfa öld, eða þar til þeir
X