Húnavaka - 01.05.1991, Page 192
190
II UNAVAKA
þrjú: Ingvar, Kristbjörg og Ása Fríða, öll búsett í Vestmannaeyjum
ásamt íjölskyldum sínum.
Þótt Jóhanna væri búsett svo íjarri foreldrum og systkinum var
með þeim gott samband alla tíð. Jóhanna fór átján ára gömul
norður á Blönduós, í Kvennaskólann, og
festi ráö sitt hér nyrðra. Hún gekk aö
ciga ÁsUnar Ingvarsson frá Balaskarði 5.
júní 1949. Bjuggu þau síðan alla u'ð á
Skagaströnd, þar sem Ástmar var vöru-
bílstjóri. Hann lést árið 1977. Börn Jó-
hönnu og Ástmars eru íjögur. Á Skaga-
strönd búa Sigurjón, kvæntur Jökulrós
Grímsdóttur, Ástmar Kitri, sambýliskona
hans cr Jóhanna Harðardóttir. I Bolung-
arvík búa Signý og Ingvar, en makar
þeirra eru Guðmundur Sigur\dnsson og
Jóna Sigríður Guðfinnsdóttir. Barna-
börn Jóhönnu cru 10, auk tveggja stjúp-
barna Kára. Jóhanna og Ástmar ólu auk Jjess upp Guðleif son
Signýjar, sem var hjá afa og ömmu fram til sjö ára aldurs.
Jóhanna var virk og dugleg kona. Auk heimilisstarfanna vann
hún um tíma í síld, og annan tíma hjá Kaupfélagi Skagstrendinga.
Hún haíði yndi af hannyrðum og saumaöi mikið og fyi'ir marga.
Um tíma rak hún vefnaöarvöruverslun. Bensínafgreiðsla eigin-
mannsins naut cinnig starfskrafta hcnnar. Jóhanna liðsinnti um
árabil bæði í ungmennafélaginu og kvenfélaginu.
Jóhanna var glaölynd og kát kona. Þó var hún kunnug barátlu
og Jirautum eins og ílestir aðrir. Stríðið við banameinið varð ckki
ýkja langt, en áöur bafði hún átt í slríði við ýmis mein í nærri þrjá
tugi ára. Ávallt stóö hún scm stólpi, hélt glcði sinni og var trygg-
lynd og staðföst fyrir. Hún var aðfiutt á Skagaströnd, en það hvarfl-
aði ekki að hcnni að ílytjast burt Jjótt aðrir færu.
Jóhanna Sigurjónsdóttir var jarðsungin í Hólaneskirkju 20. des-
ember.
Sr. Slína Gísladótlir.