Húnavaka - 01.05.1991, Síða 193
HUNAVAKA
191
Jóhanna Birna Helgadóttir,
FremsLagili
Fædd 6. júlí 1911 - Dáin 21. desember 1990
Jóhanna Birna Helgadóttir fæddist að Kirkjuhóli í Skagafirði.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðnason og Sigurbjörg Jónsdótt-
ir. Birna var yngst íjögurra barna þcirra, en hin hctu Kristinn,
Reimar og Anna.
Birna var aðeins þriggja ára þegar móðir hennar lést. Hún ólst
því að mestu leyti upp hjá fósturmóöur sinni, Maríu Guðmunds-
dóttur, sem var síðari kona föðurins.
María kom með tvo syni með sér, Björn
og Hrólf, cn þau Helgi eignuðust þrjú
börn: Sigurbjörgu, Sigurð og Björgvin.
Af systkinahópnum eru nú aðcins tvö
eftir, hálfsystirin Sigurbjörg, sem býr á
Akureyri, og fósturbróðirinn Hrólfur,
búsettur á Sauðárkróki.
Birna ílutti til Akureyrar 14 ára gömul,
þar sem hún var hjá skyldfólki sínu og í
vistum. A sama ári missti hún föður sinn.
Arið 1935 réðist Birna í kaupavinnu að
Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar
Arngrímur Frímannsson ásamt foreldr-
um sínum, og ári síðar gengu Hilmar og Birna í hjónaband. Þau
eignuðust fimm börn. Þau cru: Halldóra, gift Ólafi Jónssyni, bú-
sett í Reykjavík, Anna Hclga, einnig í Rcykjavík, Frímann, kvæntur
Geröi Hallgrímsdóttur, búsett á Blönduósi, Hallur, einnig á
Blönduósi, sambýliskona hans er Elín Jónsdóttir, Valgarður á
Fremstagili, kona hans er Vilborg Pétursdóttir.
Birna Helgadóttir var athafnasöm kona. Hún hafði gaman af
hvers kyns hannyrðum og lagði lið í starFi kvenfélagsins eins og
hún gat. Hún var vel hagmælt, haíði ákveðnar skoðanir, fylgdist
vel með öllu og var félagslynd. Henni þótti gaman að starfa jafnt
með ungum scm öldnum og Birnu var ljúft að fórna sér fyrir aðra.
Meðan eiginmaðurinn var önnum kafinn í félagsstarfi var hún
þungamiðjan heima fyrir og tók opnum örmum á móti öllum sem