Húnavaka - 01.05.1991, Page 194
192
HÚNAVAKA
komu. Gleðin og ástúðin geisluöu af hcnni og urðu sem gjöf í
garö íjölskyldu, gesla og \ina.
Barnabörn Birnu eru 14 og langömmubörnin sjö. Það var rúm
fyrir mörg börn í hjarta ömmunnar. Að Fremstagili komu jafnan
mörg börn, ýmist í heimsókn, til sumardvalar eöa til dvalar í lengri
tíma. Lengi var farskóli þar heima og börnin bjuggu þá á staðnum
þann tíma scm kcnnsla stóö. Birna haföi )mdi af að annast börnin,
segja þcim sögur, jafnvcl frumsamdar.
Starfsdagur Birnu varð nærri 80 ár. Hún varð bráðkvödd á heim-
ili sínu þar scm hún var að þrífa forstofuna rctt fyrir jólin mcðan
heimilisfólkið var í kaupstaðarferð. Hún var búin að ganga frá öll-
um jólapökkunum, tilbúin að halda jólin með íjölskyldunni - eða
á himnum. Birna Hclgadóttir hafði einlægan áhuga á kirkju og
samfcrðafólki, sem byggöist á cinlægri trú hennar - og hún miöl-
aöi öðrum af kærleika Krists.
Hún var jarðsungin í Holtastaðakirkju 28. desember.
Sr. Stína GíslacLóttir.
0-0-0
ÁRIÐ 1754
Gjörðist hiö mcsla vctrarríki yfir allt Norðurland, einkum í Húnavatns-og
Skagaíjarðarsýslum. Féll þá mcstur fjöldi hrossa og sauðfjár, svo þeir sem um
haustiö átlu 300 fjár og þar yfir, hcldu varla cflir 30 til 40 um vorið. Margir
urðu sauðlausir, og sumir slcpptu vitinu.
Islands árbók.
ÁRIl) 1561
Dó Ilelgi ábóti á Þingeyrum. Helgi ábóti gekk þrisvar til Róm, að taka lausn
páfa, hann átti börn við meinalausum konum.
Skarðsárannáll.
ÁRID 1564
Mikill hafis við Island, og leknir selar á nærri ótal stöðum um allan Norð-
lendingafjórðung. Fór almenningur úr svcitunum út á ísana og báru á hestum
selana lestum saman, drógu og óku fram í byggðirnar. Og var þetta kallað sela-
vorið mikla.
Skarðsárannáll.