Húnavaka - 01.05.1991, Page 196
194
HUNAVAKA
Snjólag var gefið allan mánuð-
inn, en snjódýpt. ónákvæm og
misjöfn. Snjór var þó talinn
mjög mikill. Svo til alger jarð-
bönn voru um meginhluta hér-
aðsins og samgöngur á landi
mjög eríiðar og kostnaðarsam-
ar. Gæftir á sjó voru mjög
stopular vegna storma í hafi.
Urkoma var skráð 25 daga alls
29,8 mm, þar af 4,1 mm regn
sem fcll þann 28. Var það spilli-
bloti. Hvasst var af suðri og suð-
vestri þann 3. og aí' suðvestri
dagana 25.-27. I lok mánaðar-
ins var hæg suðvestan átt með
vægu frosti. Jörð var alhvít í
mánaöarlok.
Apríl.
Aprílmánuður mun verða
minnisstæður sökum óvenju-
legs vctrarríkis. Snjór var á jörð
allan mánuðinn og jarðbönn í
flestum hlutum hcraðsins.
Samgöngur voru mjög erfiðar
á fiestum vegum. Úrkoma
mældist 18 daga alls 38,4 mm.
Af því var aðeins 1.6 mm regn.
Aftakaveður gerði um miðjan
dag þann 25., af norövestri,
með mikilli snjókomu. Urðu
þá allir vegir ófærir. Þá var
hríðarkófið slíkt aö ekki sást út
úr augum. Fólk sem var á ferð
um héraöið bjargaði sér víða
við illan leik heim á næstu bæi.
Ekki urðu þó slys afveðrinu svo
vitað væri. Gæftir á sjó voru að
sjálfsögðu slæmar.
Maí.
Þótt vetrarríki væri arfur frá
aprílmánuði glc)Tndist það
furöu fijótt í mikilli veðurblíðu
í maímánuði. Mátti hún teljast
óvcnjuleg. Hiti fór aðeins
þrisvar niður fyrir frostmark,
þann 14. 21. og 24. kaldast 0,8
stiga frost. Snjólag var gelið
fram til 11. maí og fór þá síðasti
snjór af athugunarstað. Jörð
greri svo að segja strax og snjó
leysti sökum lítils klaka. Mikill
snjór var þó í fjöllum í mánað-
arlok. Tún urðu algræn, sauð-
gróður nægur og tré laufguö-
ust óðfiuga. Jafnviðri var mikið
allan mánuðinn og loftvog stóð
hátt, yfirleitt hærra en 1000
millibör og komst hæst í 1028,4
mb. þann 6. Úrkoma var mæl-
anlcg í 12 daga, alls 45,2 mm
allt regn.
Gæftir á sjó voru mjög góðar
og hagstæð tíð til sauðburöar
og allra verka.
Júní.
Tíöarfar í júní var mjög hag-
stætt. Hægviðri fiesta daga og
þurrt. Úrkoma mældist í 9
daga, alls 13,2 mm. Hlýtt var
fram yfir þann 20., hámarkið
17 stig þann 18. Síðan kólnaöi