Húnavaka - 01.05.1991, Side 198
196
HUNAVAKA
aftur þann 14. og hélst mánuð-
inn út. Snjólag í byggð var gef-
ið 19.-21. Smölun á afréttum
gekk illa í báðum höfuðleitum
sökum illviðris og þoku. Lágu
tveir leitarílokkar um k)Trt í
tvo daga sökum þoku. Mun það
einsdæmi. Kartöíluuppskera
var í bcsta lagi. Gæftir á sjó að
kalla samfelldar. Samgöngur í
byggð voru auövcldar, en erfiö-
ar á fjallvegum um tíma.
Oklóber.
Tíðarfar í október var mjög
hagstætt og mátti kalla
skemmtilega hausttíð. Urkoma
var mælanleg í 15 daga, alls
27,1 mm. Snjólag var gefið á
fjöllum allan mánuðinn, cn lít-
ils háttar í byggð 5 daga. Att var
noröanstæð til 17. dags mánað-
arins, og svo aftur í mánaðar-
lokin. Hlýjast varð 12 stiga hiti
þann 23. en kaldast 2,5 stiga
frost þann 17. Nokkuð hvöss
norðanátt var þann 12. og 29.
Gæftir á sjó voru yfirlcitt hag-
stæðar og samgöngur á landi
auðveldar. Fyrirhafnarsamt
reyndist að ná fénaöi af afrétt-
um sökum óhagstæðs veður-
fars og skyggnis.
Nóvember.
Tíðarfar í nóvember var með
ágætum, hlýviðri með ríkjandi
suðaustan átt og skýjuðum
himni. Hiti náði 10.1 stigi þann
6., og 10,2 stigum þann 7. Hlýj-
ast varð þó síðasta dag mánað-
arins, 10,5 stiga hiti. Suðaustan
áttinni íýlgdi gott skyggni og há
mælisstaða. Kaldast varð -8,5
stig þann 18. í norðlægri átt.
Urkoma var mælanleg í 14
daga, í 10 daga snjór 16,1 mm
en regn 7 daga 21,8 mm. Snjó-
lag var gefið í 12 daga en var
óverulegt í byggð. Svo virtist
sem ræktargóðir þurrir blettir
grænkuðu og arfi gægðist upp
úr blómabeðum í skjóli. Sam-
göngur voru mjög auðveldar
og að meirihluta sem á sumar-
degi. Gæftir voru góðar vegna
ríkjandi suðlægrar áttar.
Desember.
Desember var hlýr fram um
miðjan mánuðinn og að mcstu
snjólaust á láglendi. Hlýjasti
dagur mánaðarins var sá fyrsti
með 11,1 stig og 10,1 stig þann
15. Frostlausir með öllu voru
sex sólarhringar. Urkoma var
mælanleg í 23 daga alls 49,3
mm, 12,8 mm regn en 36,5 mm
snjór eða slydda. Kaldast varð
þann 20., -16 stig, og -14 stig
þann 29. Sunnan og suðaustan
átt var mjög ríkjandi í mánuð-
inum jjannig að norðlæg átt
var aðeins þann 6. og 10. Vind-
ar voru yfirleitt hægir og mikiö
skýjað. Gæftir voru góðar