Húnavaka - 01.05.1991, Page 199
HUNAVAKA
197
vegna ríkjandi landáttar. Sam-
göngur á landi hagstæðar.
Nokkuð þurfti þó að ryðja snjó
af vegum síðasta dag ársins.
Kalla mátti vetrartíð síðari
hluta dcsember, en gamlárs-
kvöld var bjart og fagurt.
Urkoma ársins var 449,2 mm
móti 536,6 mm 1989.
Grímur Gíslason.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Aðföng safnsins árið 1990 voru
455 bækur, þar af 357 nýjar,
auk íjölda tímarita. Utlán voru
10.268 bindi, sem skiptust
þannig:
Barnabækur 2.939
Skáldverk 4.083
Flokkabækur 2.913
Tímarit 87
Hljóðbækur 246
Utlán drógust heldur saman
milli ára og munar þar mest
um útlán til barna og unglinga.
Lestrarvenjur almennings og
bókaútgáfa í landinu hefur
breyst verulega seinustu ára-
tugi. Það sýnir sig í útlánstölum
alls staðar á landinu, að útlán-
um á afþreyingarefni fer fækk-
andi en útlán og notkun á upp-
fletd- og fræðiritum fer vax-
andi. Flestir eru sammála um
að myndböndin hafa að hluta
tekið við hlutverki afþreying-
arlesefnis, en það sem okkur
bókaverði svíður sárast varð-
andi þróunina eru fækkandi
útlán til barna og unglinga.
Þeirri þróun þyrfti með öllum
ráðum að snúa við.
Ný bókasafnssþórn var kjörin
á fundi þann 28. október.
Unnur Kristjánsdóttir formað-
ur, Björg Bjarnadóttir varafor-
maður, Þorvaldur G. Jónsson
ritari, meðstjórnendur Grímur
Gíslason og Siguröur Þorbjarn-
arson. Grímur Gíslason, sem
haíði gegnt formennsku í
stjórn safnsins sl. 27 ár, gaf
ekki lengur kost á sér til þess
starfs.
Að venju bárust allmargar
bókagjafir, m.a. færðu erfingjar
Bjarna Jónassonar frá Blöndu-
dalshólum safninu bækur
hans, alls um 700 bindi að gjöf
sl. vor. Ollum gefendum eru
hér með færðar bestu þakkir.
Hluti bóka úr lestrarfélagi
Bólstaðarhlíðarhrepps hefur
verið afhentur Héraðsbóka-
safninu og er Bólstaðarhlíðar-
hreppur þar með þriðji sveita-
hreppurinn sem sameinar
bókasafn sitt Héraðsbókasafn-
inu. Aður hafa Ashreppur og
Engihlíðarhreppur sameinað
söfn sín Héraðsbókasafninu og
taka ásamt Torfalækjarhreppi
fullan þátt í rekstri þess.
Asta Rögnvaldsdóltir.