Húnavaka - 01.05.1991, Page 212
210
HÚNAVAKA
námu 251.010 þús. og vaxta-
gjöld 156.345 þús.
Rekstrarhagnaður ársins var
um 44.821 þús. Aður en þessi
niðurstaða er fundin, er búið
að gjaldfæra vegna tekju- og
eignaskatts 9.547 þús.
Eigið fé útibúsins í árslok var
um 250.226 þús. og hafði auk-
ist um 61.404 þús. eða 35,2% á
árinu.
Starfsmenn í árslok voru 13 í
12 stöðugildum.
Sigurður Kristjánsson.
UMF. GEISLAR.
Starf ungmennafélagsins Geisla
var með heíðbundnum hætti á
síðasta ári. Yfir sumartímann
voru æfingar þrjú kvöld í viku á
æfingasvæði okkar í Vatnsdal.
Félagið tók þátt í mörgum mót-
um á vegum USAH og varð ár-
angurinn mjög viðunandi hjá
okkar fólki á þeim vettvangi.
Mikið starf var unnið í fjáröfl-
unarskyni og bar þar hæst starf
okkar, ásamt Vorboðafélögum,
á Húnavershátíðinni þar sem
margt fólk úr þessum félögum
tók að sér sölumennsku á ýmiss
konar veitingum.
M.B.
FRÁ HESTAÍÞRÓTTADEILD.
Starf deildarinnar var blómlegt
á árinu 1990. Fyrri part vetrar
tömdu félagsmenn og þjálfuðu
grimmt hesta sína fyrir ískapp-
reiðarnar, sem orðnar eru ár-
legur og ómissandi Hðburður í
lífi hestamanna í A-Hún. Is-
kappreiðarnar voru haldnar á
tjörninni \áð Vatnahverfi í byrj-
un apríl, með mikilli þátttöku
og fjölda áhorfenda. Keppt var
í tölti, skeiði, brokki, feti og
endað á bæjakeppni. Var Jrað
mál manna að hestakostur og
leikni knapa færi árbatnandi.
I byrjun júní héldu Hrafn-
hildur Jónsdóttir og Helgi H.
Jónsson reiðnámskeið fyrir
börn og unglinga, og tóku 30
krakkar þátt í þeim. Helgi var
einnig með sumarnámskeið við
góðar undirtektir. Eins og í
öðrum íþróttagreinum er ung-
lingastarfið mikilvægast, upp á
árangur í framtíðinni en í
hestaíþróttum þarf meiri
stuðning frá foreldrum, það er
góða hesta, reiðtygi og fleira.
Deildarmótið var haldið síð-
ast í júní í samvinnu við hesta-
mannafélögin Neista, Oðinn
og Snarfara og tókst það með
ágætum ef undan er skilið
veðrið seinni daginn, sem var
mjög slæmt og olli því að fáir
áhorfendur komu. Anægjulegt
var að sjá afrakstur reiðnám-