Húnavaka - 01.05.1991, Page 213
HUNAVAKA
211
skeiðanna í mikilli þáttLöku
barna og unglinga. Þarna riðu
margir sína fyrstu og vonandi
ekki síðustu liringi á vellinum.
Hestaíþróttadeildin sendi tvo
keppendur á landsmót UMFI
og hreppti Hcrmann Ingason
þriðja sætið í gæðingaskeiði.
Næsti stórviðburður hjá
H.I.D. var Bikarmót Norður-
lands sem deildin hélt á nýju
keppnissvæöi hestamannafé-
lagsins Oðins í Húnaveri. Nær
allar deildir á Norðurlandi
mættu með sitt sterkasta lið og
skemmtileg kcppni var háð í
tvo daga í glampandi veðri við
frábærar aðstæður. Var það mál
aðkomumanna að hinn nýi
völlur Oðinsmanna væri sér-
lega góður til hestaíþrótta.
Með ungmennafélagsandann,
,,að vera með”, að leiðarljósi,
sendi H.I.D. fullskipaða sveit á
mótið. Um árangur verður ekki
fjölyrt hér enda vantaði nokkra
sterkustu knapa deildarinnar,
sem höfðu farið til berja.
Síðasta afrck H.I.D. á árinu
var að hafa forystu um árshátíð
hestamanna í Húnaveri 1. des-
ember. Var það hin prýðileg-
asta skemmtun með áti og
drykk og mátulega rætnum
skemmtiatriöum, góður punkt-
ur aftan við blómlegt starfsár.
Magnús Jósefsson.
FRÁ
HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Héraðsskjalasafnið var rekið
með svipuðu sniði og fyrri ár,
Það var opið almenningi frá
nóvember og fram til aprílloka,
þrjá daga í viku frá kl. 14-18.
Auk þess var hægt að hafa sam-
band við skjalavörð í annan
tíma og komast þannig í safnið.
Alls hafa 42 gefendur komið
með eða sent til safnsins skjöl,
gjörðabækur, myndir, prentað-
ar bækur og aðra muni. Þetta
eru bæði hcimamenn og burt-
íluttir Húnvetningar. Yfirleitt
eru þetta merkar heimildir,
sem safninu er mikill fengur
að. Eg vil nota tækifærið og
hvetja alla til þess að kasta ekki
gömlum myndum, skjölum eða
öðrum heimildum eða mun-
um. Safnið tekur við þessu og
skráir inn. Við skulum svo láta
framtíðina um að vinsa úr.
Meira er nú farið að nota
safnið en áður og eru menn
farnir að gera sér grein fyrir
heimildagildi þess. Hefír til
dæmis sagnfræðinemi fengið
mest af heimildum sínum í
lokaritgerð í safninu.
Starfsfólk er það sama og
áður. Þórhildur Isberg er
skjalavörður í liðlega 1/4 starfí
og Pétur Sigurðsson í 1/2
starfi. Hann vinnur nú við und-
irbúning að útgáfu á ættar- og