Húnavaka - 01.05.1991, Page 226
224
HUNAVAKA
ir stjórn Svanbjargar Sverris-
dótLur, tón menntakennara
söng. Blásarar úr Lúðrasveit
Blönduóss léku jólalög. Jóla-
sveinar voru mættir á staðinn
til óblandinnar ánægju fyrir
yngstu borgarana. Athöfnin var
íjölmenn að vanda, enda orð-
inn fastur liður í bæjarlííinu.
Á.S.
SKÓGRÆKTARFÉLG A-HÚN.
Arið 1990 var mjög gott
sprettuár. Kom gróður allur vel
undan vetri.
A Gunnfríðarstöðum voru
gróðurscttar 4670 plönlur þar
af voru 1000 stk. lcrki 3650 blá-
greni og 20 stafafurur. Unnið
var við klippingu, aðra um-
hirðu, viðhald girðinga og
fleira. Ræst var fram land mcð
800 - 900 metra skurði á Gunn-
fríðarstöðum. Alls var unniö
fyrir 528.205 krónur.
Þá tók félagið þátt í .Átaki
um landgræðsluskóga 1990“.
Gróðursettar voru um 12000
birkiplöntur í landi Blönduóss-
bæjar, í Vatnahverfi, austan
Hólmavatns. Að skógræklar-
starfinu stóðu nokkur félaga-
samtök í A-Hún., auk Blöndú-
óssbæjar.
FRÁ VÉLSMIDJU
HÚNVETNINGA HF.
Þann 1. júní sl. var Vélsmiðju
Húnvetninga breytt í hlutafé-
lag. Heildarhlutafé er kr. 20
milljónir. Þar af á Kaupfélag
Húnvetninga 47%, en aðrir
hluthafar, sem eru rúmlega
100, afganginn.
Félagið hefur hlotið viður-
kenningu ríkisskattstjóra sem
almenningshlutafélag. Þ\4
njóta þeir, sem keypt hafa
hlutafé, skatlfríðinda við kaup-
in.
Rekstur fyrirtækisins gekk vel
þessa fyrstu mánuði og skilaði
fyrirtækið nokkrum hagnaði.
Starfsmenn voru 19 í árslok,
þar af cinn í hlutastarfi.
Forntaður stjórnar er Björn
Magnússon, Hólabaki og fram-
kvæmdastjóri, Þorlákur Þor-
valdsson.
FRÁ KAUPFÉLAGI
HÚNVETNINGA
Rekstur Kaupfélags Húnvetn-
inga gekk mun bctur árið 1990
en verið hefur um langt árabil.
Má það þakka bættu rekstrar-
umhverfi, svo og lágri verð-
bólgu, stöðugu gengi og lækk-
un nafnvaxta. Þá eru þær að-