Húnavaka - 01.05.1991, Page 234
232
HUNAVAKA
Hefur hann því staðið tómur
nokkur ár. Síðar fór að mynd-
ast dæld þar sem nú var komið
stærðar gat. Þá fóru gárungar
að tala um að turninn væri í
keng, sem maður með
magapínu.
Saga þessa turns hefur vakið
athygli byggingafulltrúa á
norðurlöndum en þar eru víða
svipaðar byggingar í notkun.
Myndband sem hefur verið tek-
ið af turninum eftir því sem
meira hefur séð á honum hefur
verið sýnt á fundum bygginga-
fulltrúanna.
MJÓLKURSAMLAG SAH.
Innlögð mjólk á árinu var
4.067.505 lítrar, sem er aukn-
ing um 417.508 lítra frá árinu
áður, eða 11,44%. Meðalfita i
innlagðri mjólk var 3,84% og
grundvallarverð ársins kr.
48,6127.
Helstu framleiðsluvörur sam-
lagsins voru þessar:
Lítrar
Nýmjólk, léttmjólk og
súrmjólk........... 776.197
Rjómi............. 154.032
Kg-
Smjör.............. 46.001
Undanrennuduft....149.100
Nýmjólkurduft..... 126.800
Kálfafóður........ 104.725
Fullvirðisréttur héraðsins á
verðlagsárinu 1989 - 1990 var
3.952.106 lítrar. Fullt verð
fékkst fyrir alla innlagða mjólk
á verðlagsárinu.
Framkvæmdir:
Vörubretta- og lyftarakcrfi
var komið á í duftgeymslu og
afgrciðslu samlagsins. Mikil
hagræðing varð samfara þess-
ari breytingu. Það mikla og erf-
iða handlang á duftpokum all-
an ársins hring heyrir nú sög-
unni til.
Starfsmannaaðstaða á kaffi-
stofu og búningsherbergi var
endurbætt. Starfsmenn sam-
lagsins voru 11 á árinu.
Viðurkenningu íyrir úrvals-
mjólk árið 1990 fengu:
Brynjólfur Friðriksson, Aust-
urhlíð, Einar Guðmundsson,
Neðri-Mýrum, Gunnar Ast-
valdsson, Hvammi, Jóhannes
Torfason, Torfalæk II.
Eftirtaldir 10 bændur lögðu
inn mest magn af mjólk á ár-
inu:
Lítrar
Holti Líndal,
Holtastöðum........ 122.677
Jóhannes Torfason,
Torfalæk II........ 118.045
Páll Þórðarson,
Sauðanesi...........115.426