Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  121. tölublað  103. árgangur  HÆTTIR HJÁ ÍSLENSKU ÓPERUNNI REYNSLU- AKSTUR OG NÝTT ÚTSPIL STARFSFRAMI MATRÁÐS Í HRAÐFRÉTTUM BÍLAR VEÐURFRÉTTIR 10JÚLÍUS VÍFILL 26 Ræða langtímasamning  Kynna á drög að samningi VR, LÍV, Flóabandalagsins, StéttVest og SA í dag  Á að skila kaupmáttaraukningu  Kjör tekjulágra verði bætt meira en annarra ekki 28. maí heldur frestast til 2. júní, verði ekki samið fyrr. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir næstkomandi fimmtudag, 28. maí. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun nú m.a. vera uppi á borðum að gera kjarasamning til mun lengri tíma en upphaflega var lagt af stað með í viðræðum þessara aðila, jafnvel til a.m.k. þriggja ára. Þá mun vera sett á oddinn að samn- ingurinn skili raunverulegri kaup- máttaraukningu á samningstíman- um og að kjör tekjulægstu hópanna verði bætt meira en annarra. Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttar- félaganna síðdegis í dag og í kvöld, en í þeim sitja m.a. stjórnir og trún- aðarmannaráð félaganna. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þriggja sólarhringa samningalota um og fyrir hvítasunnuhelgina leiddi til þess að forsvarsmenn samninga- nefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, Stéttarfélags Vesturlands og Sam- taka atvinnulífsins náðu í gær sam- komulagi um frestun verkfallsað- gerða fyrrnefndra stéttarfélaga um fimm sólarhringa. Þær hefjast því Stefnir í verkfall SGS » Tveggja sólarhringa alls- herjar-vinnustöðvun Starfs- greinasambandsins verður að óbreyttu 28. og 29. maí. » Ótímabundið verkfall SGS hefst svo aðfaranótt 6. júní. MKynna á samninganefndum... »4 Kvikmyndin Hrútar, í leikstjórn Gríms Há- konarsonar, var frumsýnd hér á landi í gær- kvöldi að viðstöddum fjölda íbúa Bárðardals, þar sem myndin er tekin, og öðrum Þing- eyingum. Klappað var vel og lengi og húrra- hrópin glumdu í litlum, fallegum sal í Laugabíói á Laugum í Reykjadal, næsta bíósal við Bárð- ardal. Myndin vann til verðlauna á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á laugardagskvöldið en aðstand- endur voru komnir á fornar slóðir í gær og sögðu annað aldrei hafa komið til greina en að Íslandsfrumsýna myndina fyrir norðan. Myndin hlaut afar lofsamlega dóma eftir að hún var sýnd í Cannes og óhætt er að segja að Norðlend- ingar hafi ekki verið síður hrifnir en gestir ytra. Hlegið var meðan á sýningunni stóð en tár hefðu án efa einnig sést á hvarmi, hefði verið kveikt í salnum. Myndinni lýkur í brjáluðu veðri en stigið var út í fallegt, íslenskt sumarkvöld eins og þau gerast best, á Laugum í gærkvöldi. Á myndinni ávarpa þeir áhorfendahópinn, Grím- ar Jónsson, framleiðandi, til vinstri, og Grímur Hákonarson, leikstjóri. skapti@mbl.is »29 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verðlaunahrútarnir komnir heim Afreksfólkinu frá Cannes var vel fagnað á Laugum í Reykjadal á Íslandsfrumsýningu Hrúta „Það er nú eiginlega bara spáð kólnandi næstu daga. Fyrir norðan verður norðanátt og hiti rétt yfir frostmarki,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en útlit er fyrir skýjað veður víðast hvar á landinu í vikunni. Ekki er gert ráð fyrir tveggja stafa hitatölum að neinu marki í spákortum næstu daga en spurð hvort slíkt sé ekki heldur óvanalegt miðað við árstíma svarar Birta Líf: „Þetta er vissulega nokkuð svalt miðað við árstíma. Enda sést það á gróðrinum sem hefur verið mjög seinn að taka við sér.“ Í dag er gert ráð fyrir skýjuðu veðri á Norðurlandi og úrkomu, en hálfskýjuðu á Suðurlandi. Á mið- vikudag og fimmtudag verður að mestu skýjað á landinu öllu þótt lík- ur séu á sólarglætu á suðvestur- horninu. Er þá víða gert ráð fyrir rigningu og jafnvel slyddu eða snjó- komu, einkum á Vestfjörðum. Búast má við nokkuð björtu veðri á föstudag, helst sunnan- og vest- antil, en á laugardag þykknar hins vegar aftur upp með líkum á úr- komu. Aðspurð segir Birta Líf því útlit fyrir nokkuð vætusamt helg- arveður. Spáð kóln- andi veðri í vikunni  Enn eru líkur á slyddu eða snjókomu Morgunblaðið/Ásdís Regn Sumarið lætur bíða eftir sér. Malín Brand malin@mbl.is Útlit er fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga á stofnunum rík- isins hefjist á miðnætti. Af 1.600 stöðugildum hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu eru 500 á undanþágulista og því 1.100 á verkfallsskrá. Að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum, hefur verið unnið eftir viðbragðsáætlun undanfarna daga til að undirbúa mögulegt verk- fall. „Það var búið að gefa það út fyr- ir helgi að við þyrftum að reyna að rýma sjúkrarúm og það er svosem ágæt staða á spítalanum núna eftir helgina,“ segir Sigríður. Helgin var nýtt til að rýma sjúkra- rúm og sjúklingar sem ekki voru bráðveikir sendir heim. „Það hefur verið mjög mikið álag í allan vetur og viðvarandi um og yfir hundrað pró- sent rúmanýting. Ég fékk þær frétt- ir að í lok helgarinnar væri staðan með betra móti þannig að eitthvað hefur gengið að útskrifa.“ Hún segir að tekið sé við þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inn, ekki sé lokað á fólk. „Þá er okkar tæki á móti að óska eftir undanþág- um til þess að tryggja mönnun fyrir þá starfsemi sem verður að vera til staðar. Ég hef fulla trú á því að Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga reki sitt verkfall af mikilli ábyrgð til að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað og að félagið muni láta sjúklingana njóta vafans.“ » 4 Fjöldi sjúklinga sendur heim  Um 500 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á undanþágulista  Verkfall á miðnætti  Alvarlegt um- ferðarslys varð við Hvítársíðu í Borgarfirði í gærdag þegar ökumaður bif- hjóls missti stjórn á ökutæki sínu á malarvegi. Ökumaður og farþegi bifhjóls- ins voru í kjölfar- ið fluttir með þyrlu Landhelg- isgæslunnar á Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild spítalans er ökumanninum, sem er karlmaður, haldið sofandi í öndunarvél. Frek- ari upplýsingar um líðan hans lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Talið er að meiðsl farþegans, sem er kona, séu minniháttar. Tildrög slyssins eru sem stendur ókunn. Sofandi í öndunar- vél eftir bifhjólaslys Tvennt var flutt á Landspítalann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.