Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Albir& Benidorm Bókaðu sól á SÉRTILBO Ð & allt að15.000 kr. bókunara fsláttur á mann Valdar dag setningar, valin hótel . Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins sem haldinn var síðdegis í gær bar ekki árangur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á síðu félagsins segir að meiri líkur en minni séu á því að verkfall hefjist á miðnætti. Á myndinni eru fulltrúar hjúkrunarfræðinga að fundi loknum. Árangurslaus samningafundur Morgunblaðið/Kristinn Verkfall hjúkrunarfræðinga á stofn- unum ríkisins hefst að öllum líkind- um á miðnætti í kvöld. Hjá ríkinu eru um 1.600 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga og af þeim eru um 500 nú þegar á undanþágulista, að sögn Ólafs G. Skúlasonar, for- manns Félags ís- lenskra hjúkrun- arfræðinga (Fíh). Því eru um 1.100 stöðugildi á verk- fallsskrá. Ólafur sagði að von væri á fleiri undanþáguum- sóknum í dag. Hann sagði að forsvarsmenn heil- brigðisstofnana hefðu sagt honum að þeir treystu sér ekki til að reka stofnanirnar með þeim fjölda hjúkr- unarfræðinga sem tilgreindur hafði verið á undanþágulistanum. Í Fíh eru um 4.100 félagsmenn. Af þeim voru 2.146 á kjörskrá um boðun verkfalls hjá ríkinu. Þeir hjúkrunar- fræðingar sem fara í verkfall starfa hjá ríkisstofnunum, m.a. Landspítal- anum, Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, embætti Landlæknis og hjá heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni. Undir þær heyra t.d. sjúkrahúsin úti á landi. Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninga- nefndar ríkisins lauk kl. 15.30 í gær. „Það hefði mátt ganga betur á fundinum, hann var aðeins 45 mín- útur og við þokuðumst ekki nær samkomulagsátt,“ sagði Ólafur að fundinum loknum. „Við ræddum ým- is efni kröfugerðarinnar og almenn efni en fengum enga niðurstöðu.“ Ólafur sagði ríkið ekkert hafa komið til móts við kröfur hjúkrunar- fræðinga um 14 – 25% hækkun á dagvinnutöxtum. „Nú förum við bara í lokaundirbúning verkfalls,“ sagði Ólafur í gær. gudni@mbl.is Stefnir í verk- fall hjá ríkinu  Verkfall hjúkrunarfræðinga líklegt Ólafur G. Skúlason Malín Brand malin@mbl.is Allsherjarverkfall hjúkrunarfræð- inga sem starfa hjá ríkinu hefst á miðnætti að óbreyttu. Heilbrigðis- stofnanir hafa aldrei staðið frammi fyrir jafnviðamiklum aðgerðum fyrr því verkfall aðildarfélaga BHM stendur að auki yfir. Á sjúkrahúsinu á Akureyri hefur starfsfólk búið sig undir skerta starf- semi, rétt eins og á öðrum heilbrigð- isstofnunum. „Við keyrum á neyðar- mönnun samkvæmt þeim undan- þágulistum sem gefnir hafa verið út og munum gera allt sem við getum til að tryggja öryggi sjúklinganna,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Að lágmarki þarf um 85 til 90 hjúkrunarfræðinga á sólarhring til að sinna sjúklingum sjúkrahússins en undanþágulistinn gefur aðeins heimild fyrir um helmingi færri hjúkrunarfræðingum á vakt á sólar- hring. „Miðað við þá mönnun sem leyfð er samkvæmt undanþágulista er líklegt að ástandið verði mjög skjótt þess eðlis að neyðarástand skapist, fáist ekki viðbætur við und- anþágulistann.“ Ýmsar deildir lokast Á ýmsum deildum innan Kvenna- og barnasviðs Landspítalans skerð- ist þjónusta við sjúklinga og nokkrar deildir lokast alveg. Til sviðsins heyra kvennadeildir og fæðingar- þjónustan, Barnaspítali Hringsins, BUGL og Rjóður. Verkfall ljós- mæðra hefur þegar haft töluverð áhrif á fæðingarþjónustuna. Við það bætist að Rjóðrið, hvíldar- og endur- hæfingardeild í Kópavogi, lokar al- veg og það sama er að segja um dag- deildarhluta legudeildar kvenlækn- ingadeildar. Dagdeild barna sem opin er fjóra daga vikunnar alla jafna, lokar í verkfallinu og falla því flestar rannsóknir niður sem kalla á innlögn. „Legudeild BUGL sinnir ein- göngu bráðatilfellum og rúmum fækkar þar. Á legudeild Barnaspít- alans verða engar innkallanir eða skipulögð starfsemi, hvort sem það eru rannsóknir eða aðgerðir,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri kvenna- og barna- sviðs. Skert þjónusta verður á mörg- um göngudeildum og ekki verður fullmannað á bráðamóttöku barna. Rjóðrið á meðal deilda sem lokast á miðnætti  Allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti Ummæli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag komu kjara- viðræðum BHM og ríkisins í upp- nám, að mati Páls Halldórs- sonar, formanns samninganefndar BHM. Ummælin voru á þá leið að ekki yrði samið við BHM fyrr en samið hefði verið á almennum vinnumarkaði. BHM lýsti því yfir að ráðherrann hefði dregið samn- ingsrétt ríkisstarfsmanna í efa. „Þessi orð forsætisráðherra standa auðvitað eins og þau eru. Viðræður voru aðeins komnar í gang þarna á tímabili og þó mikið vantaði upp á þá var það samt breyting. Þessi ummæli eru ákveðið bakslag og ég vona bara að það takist að vinna úr því,“ sagði Páll. Bakslag í kjaravið- ræðurnar Páll Halldórsson  Óvinsæl ummæli Deilur á vinnumarkaði Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins (SA) náðu í gær samkomulagi um frestun verk- fallsaðgerða um fimm sólarhringa. „Það hafa verið í gangi viðræður sem eru komnar það áleiðis að menn treystu sér til að fresta því að keyra þetta í lokafasa,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Hann sagði ljóst að áfram yrðu stíf fundahöld. Þorsteinn vildi ekki tjá sig neitt um efnisatriði viðræðnanna. Að- spurður hvort ríkið hefði komið að þeim með einhverjum hætti sagði Þorsteinn að það hefði verið rætt við ríkið um mögulega aðkomu allan tímann, en ekkert verið endanlega útfært í þeim efnum. Aðkoma rík- isins væri þó eitt af því sem þyrfti að skoða betur. Þorsteinn sagði að samtöl og þreifingar um hvítasunnuhelgina hefðu skilað mönnum á þennan stað. Það væri jákvætt að verkföllum hefði verið frestað og aðilar hefðu sett sér það markmið að ljúka samn- ingum ekki síðar en næstkomandi fimmtudag, 28. maí. Stóru samninganefndir um- ræddra stéttarfélaga verða kallaðar saman. Þannig hefur t.d. yfir 100 manna hópur í stóru samninganefnd Flóabandalagsins verið kallaður saman til fundar í kvöld og eins mun um 40 manna samninganefnd Stétt- arfélags Vesturlands funda í kvöld. Á þessum fundum verða samn- ingsdrögin kynnt og þar ræðst hvort samningamenn félaganna fá umboð til að halda áfram á þessum nótum. Í tilkynningu frá stéttarfélögun- um kom fram að ekki yrði upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna að- ila fyrr en gengið hefði verið frá drögum að samningi. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi 28. maí n.k. Heimildarmaður orðaði það þann- ig að verkföllum væri ekki frestað að ástæðulausu. Hefði útlitið verið slæmt hefðu menn látið verkföllin skella á, en nú hefðu þeir ákveðið að fara yfir málin og þyrftu svigrúm í þessari viku til þess. Verkfallsaðgerðir félaganna áttu að hefjast þann 28. maí n.k. en eiga þess í stað að byrja 2. og 3. júní og verða tveggja daga aðgerðir hjá hin- um ýmsu atvinnugreinum til 10. júní. Ótímabundið allsherjarverkfall á síðan að hefjast á miðnætti 11. júní. Óbreytt hjá SGS Staða Starfsgreinasambandsins (SGS) var óbreytt í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns SGS. Boðað verkfall SGS hefst að öllu óbreyttu aðfaranótt næstkom- andi fimmtudags og fara þá yfir 10 þúsund félagsmenn aðildarfélaga SGS í allsherjarverkfall í tvo sólar- hringa. Ótímabundin vinnustöðvun SGS á síðan að hefjast á miðnætti að- faranótt 6. júní n.k. semjist ekki fyrir þann tíma. Björn sagði í gær að eng- ar viðræður hefðu þá verið í gangi en hann átti von á að fundað yrði hjá ríkissáttasemjara fyrir boðað verk- fall á fimmtudag. Kynna á samninganefndum drög að kjarasamningi í dag  Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest frestað til 2. júní Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fiskvinnsla SGS hefur boðað verk- fall á fimmtudag og föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.