Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Anna Lísa Wíum Douieb varuppgötvuð í mötuneytiRÚV, aðeins nokkrummánuðum eftir að hún hóf þar störf sem matráður fyrir rúmu ári, nýflutt til Reykjavíkur frá Varmahlíð í Skagafirði. Hún er helst á því að tuðið og nöldrið í sér – og eig- inlega bara hvernig hún er og talar – hafi heillað þá félaga Benedikt Vals- son og Fannar Sveinsson, fréttastjóra Hraðfrétta. Þeir þurftu að ganga töluvert á eftir henni áður en hún samþykkti að fara í prufutöku, sem henni fannst reyndar alveg út í hött og ekkert sem hún hafði sóst eftir. „Þeir vældu bara svo mikið í mér að ég ákvað að slá til, bara svona í gamni. Það hvarflaði ekki að mér að þeir vildu svona kerlingu eins og mig. Ég gerði mér enga grein fyr- ir hvað ég væri að fara út í, hafði hvorki horft á Hraðfréttir né þátt Gunnars á Völlum, og sá mig ekki al- mennilega fyrir mér í hlutverki veð- urfréttakonu,“ segir Anna Lísa, sem nánast á hraða ljóssins vann sig upp í að verða veðurnáttúruhamfaraf- réttakona. Fékk ekkert handrit Þótt hún sé fjarri því að vera feimin að eðlisfari, viðurkennir hún að hafa verið svolítið stressuð fyrir fyrstu tvo þættina, enda aldrei áður komið fram í sjónvarpi. Var þér ekkert sagt hvað þú ættir að gera? „Nei, nei, þeir útskýrðu voða lít- ið og ég fæ aldrei handrit. Þú átt að vera í eldhúsinu með hinum eða þessum, segja þeir kannski og svo ræð ég alveg hvað ég segi.“ Hefur þessi nýi starfsvett- vangur breytt einhverju í lífi þínu? „Friðurinn er búinn.“ Hvernig þá? „Ég finn að fólk glápir stundum á mig og margir víkja sér að mér, heilsa með handabandi og kynna sig, bæði í Nettó og þegar ég fer út að skemmta mér með vinkonum mínum. „Fyrirgefðu, þekki ég þig?“ spurði ég einn sem vatt sér að mér. Sá kvað svo ekki vera, en sagðist alltaf heilsa Loga Bergmann og framvegis ætlaði hann alltaf að heilsa mér. Allir eru mjög kurteisir. Gömul kona á elliheimili sagðist vera farin að horfa á Hraðfréttir af því að það væri svo gaman að full- orðin kona væri komin í fréttaliðið.“ Þú ert nú ekkert rígfullorðin, aðeins 55 ára … „En samt … ég er engin stelpu- pjása. Annars veit ég hreinlega ekki hvaða fólk hefur gaman af nöldrinu í mér eða hvers vegna það horfir á Hraðfréttir.“ Vandræðaklastur? Sumir tala um gelgjuklám og vandræðaklastur. Hvað segirðu við slíkri gagnrýni? „Stundum finnst mér krakkarnir ganga of langt og get orðið voða hneyksluð, alveg lamið mig í hausinn og hugsað með mér hvað ég væri eig- inlega búin að láta bendla mig við. En þetta eru æðislegir krakkar.“ Gefur þú þeim tiltal þegar þér þykir þeir fara yfir strikið, eða finnst þér þeir alltaf vera fyndnir? „Ég sagði Gunnari að hann ætti ekki alltaf að vera að bera sig, fara úr að ofan, það væri bara ógeð. Þeir hlæja bara. Nýjasta nýtt hjá þeim er að ég má ekki opna munninn, þá fara þeir að taka af mér myndir með þessu „snapschatti“, eða hvað það heitir. Þeir vita að það fer í taug- arnar á mér, en þeim er alveg sama.“ Ef þú fengir að ráða, myndirðu breyta Hraðfréttum og þá hvernig? „Ekki hugmynd. Ég horfði bara á síðasta þáttinn. Mér finnst svo óþægilegt að sjá sjálfa mig í sjón- varpinu svo ég ákvað að vera ekkert að horfa á þá.“ Elskar Ragga Bjarna Hvað er fyndnasta atriðið í Hraðfréttum sem þú hefur tekið þátt í? „Þegar ég fór í sjósundið.“ En var það ekki algjör hryll- ingur? „Mér kom mest á óvart að sjór- inn var ekkert svo kaldur og hvað ég var köld að vaða svona upp að mitti og vera margar mínútur í sjónum. Mörgum fannst mjög fyndið þegar ég hljóp á eftir Geir Jóni – ég er náttúrlega svona lítil, þybbin kona, móð og másandi, skilurðu. En þú mátt alveg segja að ég elski Ragga Bjarna, sem var nýlega í Hrað- fréttum. Við náðum svo vel saman, hlógum svo mikið að við gátum ekki gert það sem okkur var sagt að gera og því þurfti að taka atriðið með okkur margoft upp. Ég vissi ekki að hann væri svona fyndinn, mér hafði alltaf þótt hann frekar leiðinlegur. Núna er hann mitt uppáhalds.“ Ertu á reglulegum veðurnátt- úruhamfarafréttavöktum hjá Hrað- fréttum? „Ég talaði við kokkinn og fékk Friðurinn úti með Hraðfréttum Matráðskonan í mötuneyti RÚV, Anna Lísa Wíum Douieb, sá aumur á frétta- stjórunum Benedikt Valssyni og Fannari Sveinssyni, þegar þeir byrjuðu að væla í henni um að taka stöðu veðurfréttakonu Hraðfrétta. Hún náði ótrúlega skjótum starfsframa því fyrr en varði var hún gerð að veðurnáttúruhamfarafréttakonu. Hraðfréttamenn Anna Lísa fremst í hópi vinnufélaganna. Frá vinstri: Fannar, Steiney, Jóhann Alfreð, Benedikt og Gunnar. U3A Reykjavík, The University of the Third Age Reykjavík, eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og það vill og getur. Samtökin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem er til í um 35 löndum víða um heim. Starf U3A Reykjavík byggist á að virkja fólk betur á efri árum og gefa því tækifæri til að lifa lífinu betur en ella og undirbúa þetta æviskeið. Í því skyni standa samtökin fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, hópa- starfi, kynnisferðum og ferðalögum. Á heimasíðu samtakanna segir að næstu viðburðir verði með haustinu og verður þá væntanlega af nógu að taka miðað við fjölbreytta starfsemi á liðnum vetri. Innan samtakanna starfa nokkrir hópar, t.d. bókmenntahópur, líf- söguhópur, framsagnarhópur Soffíu o.fl. Félagsmönnum gefst einnig kostur á að stofna nýja hópa. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf tekin. Vefsíðan www.u3a.is Svo lengi lærir sem lifir Morgunblaðið/Styrmir Kári Þriðja æviskeiðið Samtökin U3A eru ætlað fólki yfir fimmtugu. Skannaðu kóðann til að lesa Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.