Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. „Með þessu er Írland að tala einni röddu til stuðnings jafnrétti,“ sagði Leo Varadkar, heilbrigð- isráðherra Írlands, eftir að úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu um hjóna- band samkynhneigðra lágu fyrir á laugardaginn. Tillagan var sam- þykkt með 62,3% atkvæða, eins og fram kemur á fréttaveitu BBC. Va- radkar er fyrsti írski ráðherrann sem kemur út úr skápnum. Írar kusu um að breyta stjórn- arskránni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband. Sam- tals samþykktu 1.201.607 manns tillöguna en 734.300 voru andvígir henni. Úrslitin eru söguleg því Írland er þar með fyrsta landið sem sam- þykkir hjónaband fólks af sama kyni í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þjóðfélagsbylting“ Kaþólski erkibiskupinn, Di- armuid Martin, sagði þegar úrslit- in lágu fyir að kirkjan ætti mikið verk fyrir höndum. Hann sagði einnig að þetta væri staðfesting á því hver viðhorf yngra fólks væru og kirkjan þyrfti að horfast í augu við veruleikann. „Ég geri mér fulla grein fyrir því hvernig hommum og lesbíum hlýtur að líða í dag, að þetta sé eitthvað sem auðgi líf þeirra. Mér finnst þetta vera þjóðfélagsbylting,“ sagði Martin. Ekki voru allir ánægðir með nið- urstöðu atkvæðagreiðslunnar. John Murry, frá kaþólsku sam- tökunum Iona Institute sem börð- ust gegn frumvarpinu, var einn af þeim sem lýstu yfir óánægju sinni. „Þetta eru vonbrigði,“ sagði hann. Írar samþykkja hjóna- band samkynhneigðra  Kaþólska kirkjan þarf að horfast í augu við veruleikann AFP Sögulegt Mikil fagnaðarlæti brut- ust út í Dublin þegar úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslunnar voru gerð ljós á laugardaginn. Lögreglan í Malasíu hefur fundið 139 grafir og lokað 28 búðum við landamærin að Taílandi, þar sem fólki var haldið vegna mansals, Lík flóttamanna eru sögð liggja í gröf- unum. Ríkislögreglustjórinn Khalid Abu Bakar segir að í sumum graf- anna liggi fleiri en eitt lík. Taílensk yfirvöld hafa á sama tíma lokað leið- um sem glæpasamtök hafa notað til að flytja flóttamenn á milli svæða. Glæpasamtökin urðu því að flytja flóttamennina með bátum sjóleiðina til Malasíu. Þúsundir flóttamannanna eru hins vegar strand eftir að glæpasamtökin yfirgáfu fólkið á miðri leið og engin lönd vilja taka við þeim. „Bara beinin og skinnið“ Árum saman hafa glæpasamtök notað frumskóginn í Suður-Taílandi og Norður-Malasíu til að smygla fólki til Malasíu. Meirihluti þess til- heyrir rohinga-múslimum sem flýja ofsóknir í Búrma, að sögn mannrétt- indasamtaka. Aðrir eru frá Bangla- dess og vonast til að finna vinnu í Malasíu. Alþjóðlega fólksflutningastofn- unin segir að í kjölfar aðgerðanna hafi fjöldi fólks fundist á vergangi í taílenska frumskóginum. „Þau eru bara beinin og skinnið, með enga fitu á líkamanum,“ sagði formaður sam- takanna við fréttaveitu BBC. AFP Mansal Malasíska lögreglan birti þessa mynd í gær af einum þeirra búða í taílenska frumskóginum þar sem flóttafólki var haldið vegna mansals. Fjöldagrafir fund- ust í Malasíu  139 fjöldagrafir og 28 mansalsbúðir Íhaldsmaðurinn Andrzej Duda vann síðari umferð forsetakosninganna í Póllandi en úrslitin voru kynnt í gær. Hlaut hann 51,55% atkvæða. Kom sigur hins 43 ára lögfræðings töluvert á óvart því sitjandi forseti landsins, Bronislaw Komorowski, þótti sig- urstranglegri samkvæmt skoð- anakönnunum. Duda bar einnig sigur úr býtum í útgönguspám sem birtar voru í fyrra- dag en þær boðuðu að hann hlyti 53% atkvæða á móti 47% atkvæða til handa sitjandi forseta landsins. Í fyrstu umferð kosninganna náði Duda þó ekki 50% atkvæða sem hann hefði þurft til að fara með sigur af hólmi, segir á fréttaveitu BBC. Forsetinn hefur takmarkaðar vald- heimildir en er yfirmaður hersins og getur beitt neitunarvaldi gegn nýjum lögum. Vill breytingar í Póllandi „Ég virði ykkar val,“ sagði Komo- rowski við kjósendur á samkomu stuðningsmanna sinna. „Ég óska mótherja mínum farsæls kjör- tímabils,“ sagði hann einnig. Í Varsjá þakkaði Duda forsetanum fyrir keppnina í kosningabaráttunni og einnig þakkaði hann fyrir ham- ingjuóskir hans í sinn garð. „Þeir sem kusu mig, kusu breytingar. Saman getum við breytt Póllandi,“ sagði hann jafnframt. Framundan eru þingkosningar í Póllandi í haust og voru þessar nið- urstöður því reiðarslag fyrir Ewa Ko- pacz, forsætisráðherra landsins og samherja Komorowski. Þessi sannfærandi sigur Duda kom mörgum álitsgjöfum í opna skjöldu þar sem hann var tiltölulega lítt þekktur og Komorowski hafði verið vinsæll forseti. Sýndi það að Pólverj- ar hefðu sóst fast eftir breytingum. Kaþólskur þjóðernissinni Duda lofaði því í aðdraganda kosn- inganna að hækka laun fólks og náði einnig eyrum bæði ungs fólks og eldriborgara. Hann er þjóðernissinni og vill að landið sé bandamaður Bandaríkjanna og að NATO sé með herstöð í Póllandi. Þá vill hann ekki að Pólland taki upp evru. Duda er kaþólskur og því andvígur fóstureyð- ingum, hjónabandi fólks af sama kyni og tæknifrjóvgunum. Árið 2012 studdi hann frumvarp þess efnis að læknar sem byðu upp á tæknifrjóvg- anir yrðu fangelsaðir. laufey@mbl.is Andrzej Duda kjörinn nýr forseti Póllands  Hlaut 51,55% atkvæða gegn Komorowski, sitjandi forseta AFP Sigur Andrzej Duda sigraði sitjandi forseta með 51,55% í seinni umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.