Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðræður ámilliBanda- ríkjamanna og Kúbverja um að opna á samskipti ríkjanna eru snúin vegna langrar sögu erfiðra samskipta, en þau ganga að sögn vel engu að síður. Enn hefur ekki náðst samkomulag um að opna sendiráð ríkjanna að nýju í Havana og Washington en þó standa vonir til að svo fari áð- ur en árið er úti, jafnvel þó að ýmsar takmarkanir verði á starfsemi þeirra fyrst um sinn. Samhliða hinni óvæntu þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja má greina ákveðin merki þess að Kúba sé að fær- ast í frjálsræðisátt, þó að Kastró-bræður taki enn allar ákvarðanir sem máli skipta. Sem dæmi um breytt hugarfar má nefna að Raúl Kastró, for- seti Kúbu, opnaði á það að hann myndi aftur gerast kaþ- ólikki, og þakkaði það Frans páfa, sem hefði leikið lykil- hlutverk í að bæta samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Slíkt þykir nokkur tíðindi, þar sem Kúba hefur hingað til fetað í hefðbundin fótspor komm- únistaríkja og reynt að tálma fyrir öðrum trúarbrögðum en þeim á orð Marx, Engels og Leníns. Jafnframt hefur ferðaþjón- ustan sótt nokkuð í sig veðrið, og má rekja þá aukningu nán- ast alfarið til Bandaríkja- manna, sem hingað til hafa þurft að leggja á sig króka- leiðir til þess að heimsækja þennan nágranna sinn í suðri. Gistiheimili, veitingahús, og önnur slík fyrirtæki hafa blómstrað í kjölfarið, og opnað hefur verið á tak- markað einka- framtak. En því fer fjarri að nóg sé að gert. Ríkisvaldið á Kúbu er enn afar umsvifamikið í efnahagslífinu og hin stjórn- málalega kúgun er óbreytt. Verði ekki tekin ákveðin skref í átt til aukins frjálsræðis á öllum sviðum er hætta á að framfarirnar sem nú má greina verði skammlífar, og fyrr en vari verði dauð hönd marxismans búin að kæfa allt á nýjan leik. Það þarf til að mynda að opna fyrir erlenda fjárfest- ingu, og gera einkaaðilum kleift að stunda viðskipti út fyrir strendur Kúbu. Um leið er nauðsynlegt að í stað hins falska lýðræðis sem komm- únistar lofuðu fái þegnar landsins alvöru tækifæri til þess að láta skoðanir sínar hafa áhrif við stjórn landsins. Líklega er borin von að Kastró-bræður muni ótil- neyddir afsala sér völdum til almennra borgara á Kúbu. Á hinn bóginn sýnir reynsla Austur-Evrópu að hlutirnir geta breyst furðu fljótt þegar vonin um aukið frelsi er ann- ars vegar, enda velur fólk hvarvetna frelsi framyfir helsi eigi það þess nokkurn kost. Það styttist í sex áratugi frá því að kúbverska byltingin fleytti þeim Kastró-bræðrum að valdastólunum. Óskandi væri að áður en þeim tíma- mörkum verður náð verði Kúba loks aftur komin á beinu brautina í átt til lýðræðis, kap- ítalisma og þeirrar velmeg- unar sem svo lengi hefur verið haldið frá almenningi á eyj- unni. Kúba þokast í átt til aukins frelsis, en Kastró-bræður eru ekki líklegir til að afsala sér völdum} Hænufet í rétta átt Menn voruvarkárir í tali eftir samn- ingafundi á al- menna vinnu- markaðnum í gær en þó var ljóst að viðræður höfðu þróast á jákvæðan hátt. Nægilega jákvæðan til að verkföllum var frestað, sem var afar þýðingarmikið. Miklar vonir eru bundnar við að samningar náist fljótt á almenna vinnumarkaðnum, enda mikið í húfi. Útbreidd verkföll væru mikið ógæfu- spor sem gerðu engum gagn og yrðu einungis til að veikja fyrirtækin og draga úr möguleikum þeirra til að vaxa, ráða fleira fólk og greiða hærri laun. Þetta skilja all- ir og sennilega er þetta ein helsta ástæða þess að loks er útlit fyrir að samningar geti tek- ist á almenna markaðnum. Tónninn í öðrum við- ræðum er því miður lakari og þar virðist minni skiln- ingur á því ófremdarástandi sem verkföll hafa skapað og hvílík hætta getur fylgt þeim verkföllum sem vofa yfir. Ef þar fer fram sem horfir stefnir í ástand sem enginn getur unað við. Útlit er fyrir óvið- unandi verkföll hjá opinbera geiranum} Jákvæð þróun og neikvæð Þ að hefur verið skelfing átakanlegt að fylgjast með framgöngu Ísr- aelsmanna undanfarin ár gegn Pal- estínu, reyndar frá því ég man eftir mér. Sérstaklega hefur framganga þeirra síðustu misseri gegn íbúum Gazasvæð- isins verið hrollvekjandi. Umsátursástand með tilheyrandi höftum á flutninga nauðsynja, sprengjuárásir sem hafa lagt heilu svæðin í sviðnar rústir og kostað svo mörg mannslíf að mann setur hljóðan við tilhugsunina. Palestína heldur áfram að gjalda fyrir ótrúlega ósvífna út- þenslustefnu Ísraels sem hefur linnulítið sótt sér aukið landsvæði með ofbeldi og yfirgangi á kostnað Palestínuaraba allt frá stofnun ríkisins og sér ekki fyrir endann á. Eina ástæðan fyrir því að Ísrael hefur haft bolmagn til ofbeldis og uppivöðslu er svo auðvitað stóri lífvörðurinn í Vestri, sem sér skjólstæðingnum fyrir vopnum, fjármagni og ómetanlegu neitunarvaldi hjá Sameinuðu þjóðunum. Fátt hefur gefið tilefni til bjartsýni undanfarið fyrir botni Miðjarðarhafs en svartsýnin náði þó nýjum hæðum í vik- unni sem leið þegar aðstoðarutanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Hotovely, hélt ræðu fyrir starfsmenn utanríkisþjón- ustu landsins. Þar kom hún ásetningi stjórnvalda í heima- landi grímulaust til skila. „Við eigum þetta land. Við eigum það allt.“ Það var og. Tzipi, sem er 36 ára gömul, tilheyrir Likud-bandalagi for- sætisráðherrans, Benjamíns Netanyahu, og er í hópi her- skárra ungliða í ísraelskum stjórnmálum sem greinilega er tekið að leiðast þófið í friðarferlinu. Best fer því á að kalla téð ferli réttu nafni og nefna það „hreinsunarferli“ eða „útrýmingarferli“ því markmið Ísraelsmanna getur ekki farið á milli mála mikið lengur. Þar á bæ er akkúrat enginn áhugi á því að lenda málinu með friði og sann- girni – enda þyrfti þá að skila Palestínumönnum megni þess lands sem af þeim hefur verið tekið með ofbeldi síðustu áratugi – heldur skal nú stefnt að því að klára þá landvinninga sem stað- ið hafa yfir í um 70 ár. Gæskan hún Hotovely klykkti svo út með því að tiltaka hverju skyldi svara ef einhver spyrði út í formsatriði eins og réttlætingu að landnáminu: „Vitnið bara í Tó- rah-ritin!“ Það er nefnilega það. Leyfisbréf Ísr- aelsmanna til útþenslustefnu er fólgið í trúar- ritum sem kváðu innihalda orðsendingar guðs til spámannsins Móses. Flóknara er það ekki. Það er grátlegt til þess að hugsa að Ísraelsmenn komi ekki betur fram við náunga sinn, þegar haft er í huga að þeir stóðu sjálfir í sporum kúgaðs lítilmagna fyrir ekki svo löngu síðan. Nú eru það Ísraelsmenn sem þurfa sífellt meira Lebensraum, og Palestínumenn sem standa í vegi þeirra eru ekkert annað en Untermenschen. Ef framtíð ísr- aelskra stjórnmála er af toga Tzipi Hotovely getur svo Die Endlösung varla verið svo langt undan. Þetta kann einhverjum að þykja ósmekkleg samlíking en hún stendur fyrir sínu. Það er akkúrat ekkert smekklegt við hegðun Ísraelsmanna gegn Palestínu. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Það var þá friðarferli! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Meðal tillagna starfshópsum endurskoðun lagaog reglugerða vegnamyglusvepps í húsnæði er að fram fari endurskoðun á ákvæðum laga um starfsábyrgðar- tryggingar fagaðila með mannvirkja- gerð. Fylgst verði með fyrirhugaðri setningu reglna í Danmörku um sér- staka neytendavernd með eigenda- skiptatryggingu við sölu fasteigna, sem tekur til raka og myglusvepps, og hagkvæmni hennar hér á landi könnuð. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópinn í júní 2014 til að endurskoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála og hollustuhátta með tilliti til myglusvepps og tjóns af hans völdum. Starfshópurinn skilaði ráð- herra skýrslu sinni í lok mars. Með skýrslunni fylgir lögfræðileg grein- argerð um réttarstöðu þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum myglu- svepps í húsnæði þar sem fjallað er um ábyrgð helstu aðila í þessu sam- bandi og þær vátryggingar sem eru í boði. Röng vinnubrögð og vanræksla á viðhaldi Í samantekt starfshópsins kem- ur fram að vandamál vegna raka og myglu hafi verið og virðist enn vera algeng. Orsakir vandans virðist þá helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, van- rækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Það er mat starfshópsins að ekki sé þörf á umfangsmiklum lagabreyt- ingum í þeirri viðleitni að ráða bót á þessum vanda heldur að tækifærin liggi helst í aukinni fræðslu, leiðbein- ingum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða. Einnig gegni skil- virkt byggingareftirlit afar mik- ilvægu hlutverki. Starfshópurinn telur mikilvægt að möguleikar á aukinni trygg- ingavernd neytenda verði skoðaðir í ljósi þess tíma og þeirra fjármuna sem það tekur fyrir þá að fá úrlausn sinna mála þegar upp kemur myglu- vandamál í húsnæði. Í skýrslunni segir meðal annars: „Starfshópurinn telur ljóst að eitt af aðalvandamálunum sem kaupendur fasteigna þurfa að glíma við þegar upp kemur mygla í húsnæði er tím- inn og fjármunirnir sem þeir þurfa að eyða í að sækja mál fyrir dóm- stólum. Sönnunarbyrðin hvílir alfarið á þeim og þar með áhættan og óviss- an um það hvort tjónið verður bætt. Reynslan er sú að ágreiningur er oft um ábyrgð vegna galla í fast- eignakaupum og í gegnum árin hefur oft reynt á slíkan ágreining fyrir dómstólum og verða þau mál gjarnan tímafrek og kostnaðarsöm. Þá getur langur tími liðið frá afhendingu eign- ar og þess að myglusveppur upp- götvist sem gerir sönnun á galla erf- iða. Aukin trygginga- vernd verði skoðuð Ljósmynd/Hús & heilsa Mismunandi áhrif á einstaklinga Í því sambandi ber að nefna að áhrif myglu á einstaklinga eru mis- munandi og enn sem komið er eru ekki til viðmiðunarmörk um hvað telst heilsuspillandi umfang myglu en það getur haft áhrif á mat á því hvort mygluvandamál í húsnæði telst galli. Algengt er að þau vandamál sem koma upp séu vegna lélegs við- halds og rangrar notkunar húsnæðis og getur ábyrgð í því sambandi oft verið óljós þar sem erfiðleikum er bundið að sýna fram á upphaf mygl- unnar.“ ljósmynd/Hús & heilsa Myglusveppur Ástæða þess að sveppirnir ná sér á strik er yfirleitt lélegt viðhald sem leiðir til leka. Aukin umræða varð um myglusvepp í húsum eftir að vandamálið kom upp í húsum á Egilsstöðum og í kjölfarið var starfshópurinn skipaður. „Þetta kom upp í nýbyggðum húsum í hverfi á Egilsstöðum og þar var sest niður með framkvæmdaaðila og hönnuðum og réðust þeir í endur- bætur og þær framkvæmdir sem þurfti. Krossvið í efra lagi í þökum var skipt út. Þetta var leyst með þeim hætti að enginn kostnaður féll á hús- eigendur,“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Egilsstöðum. Hann segir framkvæmdirnar hafa verið gerðar síðasta sumar og veit ekki til annars en að þær hafi dugað vel. brynjadogg@mbl.is Vandinn leystur NÝ HÚS Á EGILSSTÖÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.