Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 26.05.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég man ekki eftir jafn daufum maímánuði í heimi skordýranna, en þetta fer þó allt af stað um leið og hlýnar. Til þessa hefur verið lítið flug og það litla sem sást á yf- irborði af ánamöðkum og öðru lífi hirti lóan hlaupandi um allar gras- flatir. Meira að segja hrossaflugur halda sig til hlés, en af þeim ætti að vera talsvert á húsveggjum þessa dagana.“ Þannig lýsir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúru- fræðistofnun, vorkomunni í heimi skordýranna. Spurður um humlur segir hann að fólk verði vart við bæði húshumlu og rauðhumlu þessa dagana, en eingöngu drottningar séu á ferðinni. Orkulindin víðireklar „Þær eru að vakna af vetrar- dvalanum, en þernurnar láta ekki sjá sig fyrr en eftir um mánuð. Um þetta leyti ætti traffíkin að vera eins og á flugstöð, en skýringin kann að vera sú að víðirinn blómstrar mun seinna en venjulega. Víðireklarnir eru mikilvægasta orkulindin hjá humlunum í maí og þær eru í raun háðar því að komast í víðirekla, sem gefa þeim bæði blómasafa og frjó- korn,“ segir Erling. Hann segist telja að sein vor- koma segi lítið um hvernig sumarið verði og skordýrin séu vel aðlöguð til að mæta hremmingum eins og köldu vori. Smádýralífið bíði ein- faldlega betri tíðar, en deyi ekki. Bú humlanna til dæmis gætu þó orðið fáliðaðri þegar upp yrði staðið í haust og framleiðsla minni fyrir bragðið. Fiðrildavöktun hófst 16. apríl og segir Erling að hann hafi ekki veitt minna í gildrurnar frá því að þetta verkefni byrjaði á Tumastöð- um fyrir um 20 árum, Hann hefur í um tíu ár einnig verið með gildrur á þremur öðrum stöðum undir Eyja- fjöllum og að Mógilsá. „Venjulega veiðist nokkuð hressilega í apríl þegar tegundir sem liggja vetrardvalann fullorðnar vakna snemma á vorin til að verpa og deyja að varpi loknu. Maí er allt- af daufur tími, því þá er millibils- ástand eða biðtími þangað til gusa snemmsumarstegunda kemur. Á Mógilsá var nýliðinn birki- kemba áberandi og skilaði sér í gildrurnar í apríl. Núna bíða eggin þess að birkibrumið fari að springa, þá klekjast eggin og lirfurnar skríða inn í birkilaufin og skemma þau. Birkikemban hefur verið að hrella garðeigendur á suðvesturhorninu í nokkur ár og ekkert lát virðist vera á því,“ segir Erling. Sjaldan daufara í heimi skordýranna Ljósmynd/Erling Ólafsson Rauðhumla Drottningar hafa verið á ferðinni, en þernurnar bíða.  Vel aðlöguð til að mæta hremmingum eins og köldu vori  Bíða betri tíðar, en deyja ekki Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til stendur að hefja endurbætur í sumar á átta kílómetra vegarkafla frá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöll- um suður og austur fyrir Gjábakka. Mikilla úrbóta er þörf á veginum til að auka öryggi, en skoðanir Vega- gerðar og þjóð- garðsvarðar eru ólíkar um leiðir að markmiðunum og hvernig standa eigi að þeim. Ólafi Erni Haralds- syni, þjóðgarðs- verði, finnst að öryggiskröfur Vegagerðarinnar um gerð vegaxla og öryggissvæðis spilli náttúrufari meðfram veginum. Það er hins vegar skylda Vegagerð- arinnar að hafa öryggi vegfarenda í fyrirrúmi. Myndir auka hraðakstur Ólafur Örn segir að vegurinn á þessari leið sé víða að hruni kominn og malbikskápan sprungin og holótt. Þá sé vegurinn mishæðóttur og sig- inn á köflum og þörf sé á úrbótum, sem hefjast eigi í sumar. „Vegagerð- in vinnur eftir ákveðnum stöðlum um öryggi meðfram vegum,“ segir Ólaf- ur Örn. „Þar sem hraði miðast við 70 kílómetra eða meira þurfi að vera fimm metra öryggisaxlir út frá veg- brún. Hámarkshraði í gegnum þjóð- garðinn er hins vegar ekki nema 50 kílómetrar og samkvæmt stöðlum um slíka vegi þarf öryggissvæði að vera 3-3,5 metrar hvorum megin. Ef farið yrði í að gera slík öryggis- svæði á mestum hluta þessara átta kílómetra yrðu unnin mikil spjöll á náttúrunni með því að slétta út hraun, lyng og kjarr. Okkur líst illa á slíkar framkvæmdir enda yki það enn frekar á hraðakstur. Hættur við Hrafnagjá Samstarf við Vegagerðina er gott og við viljum vinna með þeim að því að meta hættulegustu staðina og koma þar upp öryggissvæðum, og vegriðum þar sem þörfin er mest. Þarna eru staðir til dæmis í nágrenni Hrafnagjár þar sem stórslys yrði ef rúta færi út af veginum þar sem kanturinn er mjög brattur og hár. Hraðakstur í gegnum þjóðgarðinn er okkur mikill þyrnir í augum. Ef fólk ekur á löglegum 50 kílómetra hraða, en ekki 80-90 kílómetrum, lengist ferðatímann í gegnum þjóð- garðinn um 2 ½ mínútu. Við höfum bæði áhyggjur af viðkvæmri nátt- úrunni og vaxandi slysahættu. Menn þurfa að hafa í huga að þarna eru oft stórir bílar á ferðinni, en einnig margir ökumenn á einkabílum óvan- ir íslenskum aðstæðum. Þarna er líka gangandi umferð og fljótlega fara í hönd sleppitúrar hestamanna og fjöldi hesta er rekinn yfir veginn þarna. Öryggisaðstæður leyfa ekki þann mikla hraða, sem margir aka á,“ segir Ólafur Örn. Kyrrðin rofin Um 700 þúsund ferðamenn komu og höfðu viðdvöl á Þingvöllum síð- asta ár. Í ár er reiknað með að fjöld- inn aukist um 25%. Þegar allir eru taldir sem fara í gegnum þjóðgarð- inn, þ.m.t. þeir sem ekki hafa þar við- dvöl heldur aka í gegn, þá sýna taln- ingar að nokkuð á aðra milljón einstaklinga fer þar um á ári. „Þessi umferð mun vaxa á næstu árum m.a. vegna áforma um bættar samgöngur um Uxahryggi milli Borgarfjarðar og Þingvalla. Við fögnum að sjálfsögðu samgöngu- bótum og gestakomum í þjóðgarðinn en sú spurning hlýtur að vakna hvort hægt sé að samræma vernd og frið- sæld þjóðgarðsins annars vegar og gífurlega gegnumumferð hins vegar. Ég hef verulegar efasemdir um það,“ segir þjóðgarðsvörður. Ólafur Örn segir að hávaði og gnýr frá umferð hafi rofið kyrrðina á Þingvöllum og þar með skert hluta af náttúrugæðum þjóðgarðsins. Óttast rask við vegabætur í þjóðgarðinum  Vegurinn víða að hruni kominn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bílastæðagjöld við ferðamannastaði gætu skilað meiri tekjum en ætlunin var að afla með sölu náttúrupassa, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Hann sagði að Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvegaráðherra, væri nú með það á sínu borði að leggja fram tillögu um að afla tekna til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða. Jón kvaðst vera þeirrar skoðunar að hugmyndin um innheimtu gjalda fyrir bílastæði við ferðamannastaði væri mest spennandi af þeim tekjuöfl- unarhugmyndum sem fram hafa komið. Hann sagði að veita þyrfti eig- endum og um- ráðamönnum bíla- stæðanna heimild til að sekta þá sem ekki borga í stæð- in eða leggja ólög- lega líkt og bíla- stæðasjóðir sveitarfélaga geta gert. Jón sagði að til dæmis þjóðgörðunum væri heimilt samkvæmt lögum að taka gjald fyrir bílastæði. Hins vegar skorti heimild fyrir aðra en bílastæðasjóði til að leggja sektir á þá sem ekki borga bíla- stæðagjaldið eða leggja bílum þar sem bannað er að leggja. Innheimta gjalda fyrir bílastæði mun leysa ýmis vandamál, að sögn Jóns. Hann nefndi til dæmis ferða- mannastaði í einkaeigu eins og Kerið í Grímsnesi og svæðið við Geysi. Með bílastæðaleiðinni fengju þessir aðilar heimild til að innheimta bílastæða- gjöld og sekta með sama hætti og bílastæðasjóðirnir. Jón kvaðst telja að þessi leið gæti leitt til mikillar fjárfestingar í innvið- um ferðaþjónustunnar um allt land. Þannig gætu landeigendur, bændur og aðrir, séð í þessu viðskiptatæki- færi og sett fé í að bæta aðgengi að ferðamannastöðum, markaðssetja þá með öflugri hætti en áður og laða að ferðamenn. Hann sagði mikilvægt að til yrðu fleiri „Gullnir hringir“ en bara Gullfoss-Geysir. Bílastæðagjald fýsi- legra en náttúrupassi  Veita þyrfti heimild til að sekta þá sem ekki borga í stæði Jón Gunnarsson Ólafur Örn Haraldsson Ólafur Örn segir að starfsfólk Þjóðgarðsins hafi fundið fyrir þrýstingi úr ýmsum áttum, þó ekki Vegagerðinni, um að hrað- inn í þjóðgarðinum verði aukinn og vegurinn breikkaður. „Þetta finnst okkur skjóta svolítið skökku við því á sínum tíma var vegurinn, sem oft er kallaður Lyngdalsheiðarvegur, inngrip í grundvallargæði og verðmæta náttúru Þingvalla. Nú eru marg- ir farnir að snúa þessu við og tala um að þessi þjóðgarður þvælist fyrir því að menn kom- ist um á almennilegum hraða.“ Verða fyrir þrýstingi VILJA BREIÐARI VEG Fjórir ungar eru í laupi sem hrafnapar hefur gert í 4-5 metra hæð uppi í tré nálægt Rauðavatni í Reykjavík. Eygló Stefánsdóttir fann laupinn og tók mynd af ung- unum. Þeir glenntu upp goggana þegar hún leit í hreiðrið og töldu líklega að hún væri með eitthvað mat- arkyns meðferðis. Eygló segir að laupurinn sé ekki í al- faraleið og töluvert príl þurfi til að komast að honum. Algengast er að hrafnar geri sér hreiður í klettum, en árið 2009 var greint frá hrafnslaupi í tré í Vatnsdal, svo laupurinn við Rauðavatn er ekki einsdæmi. Fjórir ungar eru í laupi hrafna í nágrenni Rauðavatns í Reykjavík Ljósmynd/Eygló Stefánsdóttir Hrafnar gerðu sér hreiður hátt uppi í tré

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.