Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.2015, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2015 ✝ Ása Jóna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1930. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Mörk, Suðurlands- braut 66, 15. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Jónsson, skipherra hjá Landhelg- isgæslunni, f. 26. febrúar 1909, d. 1. júní 1970, og Friðbjörg Sig- urðardóttir húsmóðir, f. 8. des- ember 1907, d. 2. ágúst 1985. Systkini Ásu voru: Jóhann Pétur Jónsson, f. 7. janúar 1944, d. 28. ágúst 1994, Birgir Þór Jónsson, f. 23. júlí 1947. Hinn 23. júlí 1955 giftist Ása Jóhanni A. Gunnlaugssyni, f. 2. maí 1933, d. 24. júlí 2010. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, verkamaður Akranesi, og Sigurjóna Kristín Daníelína Sigurðardóttir, hús- Harðardóttir, f. 1.2. 1953. Börn eru: a) Ágúst Freyr, f. 1969, móðir Rannveig Baldursdóttir, eiginkona hans er Matthildur Sigurgeirsdóttir, f. 1966. b) Þor- björn, f. 1976. Sambýliskona hans er Ellen Loftsdóttir, f. 1982. c) Þorgrímur, f. 1980, sambýliskona hans er Fjóla Kristín Helgadóttir, f. 1981. d) Edda, f. 1991. Samtals eru barnabörnin 11 talsins og barnabarnabörnin fjögur. Ása ólst upp í Reykjavík, fyrst á Klöpp en síðan í fjölskylduhúsi að Njálsgötu 4. Hún lauk skóla- göngu frá Austurbæjarskóla. Sem ung kona starfaði hún á Ritsímanum. Síðar starfaði hún við hlið eiginmanns síns að verslunarrekstri í Reykjavík allt til ársins 1982. Síðar starfaði hún við skrifstofustörf hjá hellu- steypunni Stétt. Þau Ása og Jóhann bjuggu lengst af í Sæviðarsundi í Reykjavík þar sem þau bjuggu fjölskyldu sinni fallegt heimili. Árið 1998 fluttu þau að Skúla- götu. Ása hefur búið á Mörk hjúkrunarheimili að Suður- landsbraut 66 síðan 2012. Útför Ásu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 26. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. móðir Akranesi. Synir Ásu og Jó- hanns eru þrír en fyrir hjónaband átti Jóhann einn son. Þeir eru: 1. Jón Friðrik, f. 28.11. 1957, maki Guðrún Geirsdóttir, f. 2.4. 1957. Börn þeirra eru: a) Kolbeinn, f. 1980, sambýliskona hans er Laura Gonzalez, f. 1982. b) Jóhann Geir, f. 1982. c) Hekla, f. 1990. 2. Gunnlaugur Helgi, f. 26.11. 1960, maki Áslaug Einarsdóttir, f. 14.6. 1963. Börn þeirra eru: a) Einar Þór, f. 1992. b) Helga Kristín, f. 1995. 3. Gunnar Ein- ar, f. 13.9. 1964, maki Linda Björk Bentsdóttir, f. 30.11. 1964. Þeirra börn eru: a) Ástrós Eva, f. 1990. Sambýlismaður hennar er Gunnar Örn Jónsson, f. 1985. b) Bent Ari, f. 2000. 4. Ingi Val- ur, f. 24.2. 1951, móðir Þorbjörg Pálsdóttir, maki Ragnheiður Móðurminning Augasteinn föður síns Prinsessan á Njálsgötu Austurbæjarskóla gengin Stelpan á stöðinni Stingnum giftist Skaganum frá Kaupmennska horni á Spáni ríkti gleði á Inn við sundin bjuggu á Góðum vinum nálægt hjá Strákum sínum góð var í Námi því er skylda var í Hálfur bróðir flytur inn Móðir tekur vel sem sinn Börn eiga börn Amma á prjóna Til handa jóla Ævikvöldin Hafnarbíó búa Endar þó Mörkinni á Gunnlaugur (Gulli). Ég minnist Ásu stjúpmóður minnar þakklátlega fyrir ánægjulega samfylgd á lífsleið- inni. Þegar ég hóf nám í mennta- skóla flutti ég til Ásu og Jóhanns föður míns. Það voru mikil for- réttindi sem fylgdu þessari sam- búð, dýrmæt lífsreynsla og gleði. Móðir Ásu, Friðbjörg eða amma Bagga, var mögnuð kona sem var mér mjög kær og góð. Ása var mér náin og góð móðir allt frá fyrstu kynnum okkar. Í æsku minnist ég fallegra jóla- pakka með handbragði og hlý- hug Ásu en hún lagði alla tíð mikið upp úr hátíðleika jólanna. Síðustu ár pabba fylgdi að vísu skötulykt jólapökkunum því það var jafnan Þorláksmessuskötu- veisla á heimili þeirra á Skúla- götunni. Mannamót og hátíðir voru Ásu mikið gleðiefni og rjátl- aðist jafnan af henni allur krank- leiki ef skemmtilegur mannfagn- aður var í uppsiglingu. Ása og mamma hennar, amma Bagga, voru sannkallaðar selskapsdöm- ur. Ása var skarpgreind og skemmtileg með skopskynið í góðu lagi. Ákveðin, fylgin sér og skipulögð í sínum verkum. Í minnisbók skrifaði hún fyrirmæli um undirbúning, minningarorð og framkvæmd útfararinnar. Þar skrifar Ása að stjúpsoninn Inga Val hafi hún alltaf litið á sem sinn eigin son og reyndar sé hann líkastur henni af öllum bræðrunum. Það lýsir karakter Ásu vel að hún kvaddi þennan heim með spaugsyrði á vör, hún var nefni- lega lítið gefin fyrir viðkvæmni og henni fannst brotthvarf sitt úr þessari jarðvist ekki tilefni til þess að byrja á slíku. Ég vil að leiðarlokum þakka henni fyrir alla hlýjuna, væntumþykjuna, stuðninginn og allar skemmti- legu stundirnar. Ingi Valur Jóhannsson. Ása Jóna Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ásu Jónu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ RagnheiðurArnfríður Ás- grímsdóttir fæddist á Teig á Akranesi 22. maí 1928. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Akranesi 18. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ur- sula Guðmunds- dóttir, f. 9. janúar 1894, d. 7. október 1986, og Ásgrímur Ragnar Sigurðsson, f. 10. mars 1896, d. 23. nóvember 1982. Þau bjuggu alla sína tíð á Teig á Akranesi. Ragnheiður var fjórða í röð sex systkina. Þau voru í aldursröð: Gróa Sigurrós Sigurbjörnsdóttir, látin, Guð- mundur Þór Sigurbjörnsson, 1974, hann á tvo syni, Steinar Hagalín, f. 1976, hann á tvo syni, Ágústa Guðrún, f. 1978, hún á tvo syni, Elmar Freyr, f. 1982. 2) Þórunn Úrsúla, f. 1958, maður hennar er Stefán Jóns- son. Dætur þeirra eru: Ragn- heiður, f. 1979, hún á tvær dæt- ur, Elísabet, f. 1987, hún á tvær dætur, Valgerður, f. 1992. 3) Berglind, f. 1964, maður hennar er Þórólfur Hilbert Jóhann- esson. Þeirra börn eru Ásgrím- ur Ragnar, f. 1984, Ásgeir Hil- bert, f. 1994, Sólveig, f. 1996. Ragnheiður bjó alla sína ævi á Akranesi. Hennar ævistarf var númer eitt húsmóðurstarfið sem hún sinnti af miklum dugn- aði og kærleik. Eftir að börnin komust á legg vann hún utan heimilisins í fiskvinnslu, í nokk- ur ár í Akraprjóni og við ræst- ingar í Barnaskólanum á Akra- nesi. Ragnheiður var virkur félagi í Kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Akranesi og einnig í Skógræktarfélagi Akraness. Ragnheiður verður jarð- sungin frá Akraneskirkju í dag, 26. maí 2015, kl. 14. látinn, Sigríður Jóna Sigurbjörns- dóttir, Ásta Ingi- björg Ásgríms- dóttir, látin, Sigríður Fjóla Ás- grímsdóttir, látin. Eiginmaður Ragn- heiðar var Steinar Sighvatur Haga- línsson, f. 10. sept- ember 1926, d. 25. júlí 2014. Hann var ættaður frá Bræðratungu í Dýrafirði. Stein- ar og Ragnheiður hófu búskap á Akranesi 1954 og gengu í heilagt hjónaband 10. ágúst 1957. Börn þeirra eru: 1) Ás- björn Hagalín, f. 1955, konan hans er Jóhanna Sigríður Gylfa- dóttir. Börn þeirra eru Gylfi, f. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig, elsku amma Ragga á Teig, eins og allir eldri Skagamenn þekktu þig, dugn- aður, hugulsemi og hreinn kær- leikur einkenndu þig, elsku amma. Að kveðja þennan heim að- eins fjórum dögum fyrir 87 ára afmælið þitt er afrek, stórt af- rek því ekki er sjálfsagt að ná þessum aldri, þú varst engri lík, elsku amma, það sem þú afrek- aðir á einum degi alveg frá því ég man eftir þér, allt uppá eigin spýtur, það að þiggja aðstoð vissir þú hreinlega ekki hvað var, alveg fram á þitt síðasta, allt gerðir þú sjálf, hvort sem það var að mála herbergi/for- stofuna, taka garðinn í gegn, útbúa sunnudagskaffi fyrir okk- ur fjölskylduna, og það að skúra íbúðina ykkar á fjórum fótum er nokkuð sem ekki margir gera. Benti þér nú oft á að hægt væri að fjárfesta í skúringaskafti, en það var ekki fyrir þig. Allt sem þú gerðir, gerðir þú af heilum hug og þú ert sú sem ég lít upp til og tek mér til fyrirmyndar. Ég starfa á hjúkrunarheimili og eldra fólkið kennir manni svo margt og manni þykir svo vænt um hvern og einn þegar maður gefur sig að þeim, alltaf kemur upp sú umræða hverra manna maður sé og þegar ég gef upp nöfnin Ragga á Teig og Steinar Hagalínsson þekkja all- ir til ykkar. Það koma stór lýs- ingarorð um hlýju, kærleika og dugnað sem ylja mér alltaf um hjartarætur og ég er montin og stolt að vera afkomandi ykkar. Að fá að alast upp með eins miklum sómamanneskjum eins og þér og afa er heiður, allt sem þið gerðuð fyrir okkur krakk- ana, ferðalögin í Dýrafjörðinn, bústaðaferðirnar sem þið kom- uð með okkur í, jólaboðin á jóladag í Stekkjarholtinu og þorrablótin þar sem öll stór- fjölskyldan kom saman til að gleðjast standa uppúr. Ég á eft- ir að sakna alls þessa. Það varst þú, amma, sem kenndir okkur hvað það er mikils virði að standa saman fjölskyldan í blíðu og stríðu, og í gleði og sorg. Við erum svo sterk og þétt og þakka ég þér fyrir það, elsku amma. Stelpurnar mínar tvær eru svo heppnar að hafa fengið að kynnast þér, þú kenndir þeim svo margt og ég er þér þakklát. Það eru ófáir Skagamennirn- ir sem hittu ykkur frænkurnar ekki á morgungöngunni ykkar, hvern einasta virka dag, sama hvernig viðraði, genguð niðrá Breið, fram hjá Haraldarhús- unum, fenguð ykkur oft ilmandi kaffi og kökusneið á kaffihúsum bæjarins. Þið settuð svip ykkar á bæinn, ég held og er viss um að margir eigi eftir að sakna þín, elsku amma. En ég hugga mig við það að núna gangið þið afi hönd í hönd í sumarlandinu og fylgist með okkur. Minning þín verður ljós í lífi okkar allra. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elísabet Stefánsdóttir, barnabarn. Ragnheiður Arnfríður Ásgrímsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Arnfríði Ás- grímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sonur minn og bróðir okkar, MAGNÚS ROLAND KJÆRNESTED, viðskiptafræðingur, lést í Helsingfors 21. maí sl. Minningarathöfn auglýst síðar. . Borgþór S. Kjærnested, Ann-Marie Kjærnested, Sólveig Fríða Kjærnested, Pétur Friðfinnur Kjærnested. Móðir okkar, HELGA HELGADÓTTIR, áður til heimilis að Hamraborg 32, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 18. maí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, landssamband. . Hulda M. Jónsdóttir, Sigrún H. Jónsdóttir, Trausti Jónsson. Ástkær frændi okkar, JÓN BERGVINSSON, f.v. sjómaður, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 16. maí s.l. Útför hans verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 29. maí kl. 16:00. . Ættingjar. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON, Kríubakka 4, Bíldudal, lést á blóðlækningadeild Landspítalans laugardaginn 23. maí í faðmi fjölskyldu sinnar. Útför hans fer fram frá Bíldudalskirkju þann 6. júní næstkomandi. . Sigríður Bjarnadóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Þorleifur Örn Björnsson, Ásdís Snót Guðmundsdóttir, Valdimar B. Ottósson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI ALEXANDERSSON, fyrrverandi alþingismaður frá Hellissandi, lést á Landspítalanum laugardaginn 23. maí. Útför verður auglýst síðar. . Hrefna Magnúsdóttir, Ari Skúlason, Jana Pind, Hulda Skúladóttir, Drífa Skúladóttir, Viðar Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, fv. forsætis- og utanríkisráðherra, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og líknarsjóði. . Sigurjóna Sigurðardóttir, Helga Halldórsdóttir, Karl Ottó Schiöth, Guðrún Lind Halldórsdóttir, Ómar Halldórsson, Íris Huld Halldórsdóttir, Guðmundur H. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI KRISTINN JÓHANNSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést að morgni 16. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 15. . Ólafía Jóhanna Bjarnadóttir, María Pálmadóttir, Sverrir Þórarinn Sverrisson, Jóhann Bjarni Pálmason, Stella Önnud.Sigurgeirsdóttir, Pálmi Gautur Sverrisson, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Ólöf Þóra Sverrisdóttir, Salka Þorgerður Jóhannsd.Stelludóttir, Markús Máni og Matthildur María Ólafarbörn, Áskell Einar Pálmason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.